07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

1. mál, fjárlög 1936

Hannes Jónsson:

Ég á hér brtt. á þskj. 727, um 3000 kr. framlag til Vesturhópsvegar. Þessi vegarspotti er tiltölulega nýr í þjóðvegatölunni og á að vera tengiliður milli sýsluveganna og vegar úr Þverárhreppi. Hefir verið bætt við hann árlega, en þó hefir honum miðað seint afram. enda þótt framlög sýslu- og hreppssjóðs hafi verið í rífasta lagi. vegurinn, sem hér ræðir um, 20 km. að lengd, er eins og stendur ónothæfur, nema aðeins að sumarlagi. Er talið, að upphæð sú, sem hér er farið fram á. 3000 kr., nægi til að gera veginn nothæfan. Tel ég óvíst, að nokkursstaðar annarsstaðar komi jafnlágt framlag að svo miklu gagni sem her, því að langur vegur, sem stórt byggðarlag hefir not af, kemst í not með þeirri lagfæringu, sem hægt er að gera fyrir þessa upphæð. Þessi brtt. á því fyllsta rétt á sér, svo framarlega sem það á að vera mælikvarði á framlög til vega, að sem flestir hafi gagn af þeim.

Þá er ég meðflm. með hv. 10. landsk. að þremur brtt. um framlög til vega. Er 1. brtt. sú, að framlag til Laxárdalsvegar verði hækkað upp í 3000 kr., þar sem augljóst er, að sú upphæð, sem nú er ætluð til vegarins, kemur ekki að fullu gagni. verði hinsvegar veitt sú upphæð, sem við leggjum til, kæmist á beint samband við Borðeyri, og með vegi milli Búðardals og Borðeyrar væri bændum gert kleift að koma fé sínu hundruðum saman í frystihús og njóta þannig miklu betri markaðar en þeim er nú fært.

Þá leggjum við til, að fjárveitingin til Suðurdalavegar verði hækkuð um 4000 kr., úr 6000 og upp í 10000. Þessi vegur, sem bæði er notaður af héraðsbúum sjálfum og Strandamönnum, var í haust, er ég fór um hann, í slíku ástandi, að mér blöskraði. Þótt fjvn. hafi ekki séð sér fært að bera fram nema 6000 kr. til vegarins, er það þó sterk viðurkenning á því, að hér sé mikilla umbóta þörf.

Þá er ég einnig meðflm. að till. um hækkað framlag til Saurbæjarvegar. Ég veit, að nauðsyn þess máls muni vera flestum hv. þdm. kunn, vegna upplýsinga, sem fyrir hafa legið undanfarið.

Ég hefi aðeins stuttlega drepið á þessar brtt., þar sem ég veit, að hv. aðalflm., 10. landsk., muni gera nánari grein fyrir þeim. En þyki ekki fært að samþ. þær, vegna þess að ekki sé unnt að bæta við útgjaldalið fjárl., skal ég geta þess, að við munum vera reiðubúnir til að bera fram sparnaðartill. á móti, svo að ekki þurfi að neita um þessi fjárframlög af sparnaðarástæðum.