18.12.1935
Efri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1702 í B-deild Alþingistíðinda. (2664)

40. mál, iðnaðarnám

Guðrún Lárusdóttir:

Ég skal ekki tefja fyrir hv. d. með karpi um málið. Það liggur ljóst fyrir. Viðvíkjandi áhöldum og bókum vil ég segja það, að öll sanngirni virðist mæla með því, að nemendur kosti það sjálfir, jafnt í iðnskóla sem í öðrum skólum. Mér er sagt, að í iðnskólanum séu um 200 nemendur, og að bækur og áhöld muni kosta um 40—50 kr. handa hverjum þeirra. Þegar þessum útgjöldum er bætt á fáa, verða þau tilfinnanleg, sem þau eru ekki, ef hver einstakur greiðir fyrir sig. Þess vegna álít ég það rétta leið, sem meistarar vilja fara.