07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

1. mál, fjárlög 1936

(Gísli Sveinsson [óyfirl.]:

Ég vil leyfa mér að beina einni fyrirspurn til framsögumanna fjvn. um eitt atriði, sem ég óska eftir að fá skýringar um. Ég tek eftir því, að í 12. gr. fjárlfrv. er gert ráð fyrir nokkrum styrk til sjúkrahúsa og læknisbústaða á næsta ári. Eins og hv. þm. og sérstaklega fjvnmenn vita, er það orðin regla síðan spítalar foru að afla sér svokallaðra röntgentækja, að þá hafa þau fengið ríkisstyrk svona eftir á eða í miðjum kliðum, sem numið hefir 1/3 af verði tækjanna. Þegar beiðni kom í vetur sem leið, 7. febrúar, frá sjúkrahúsinu í Vík um slíkan styrk, var svarað á þá leið, að að vísu væri í upphæð þeirri, sem áætluð væri í fjárl. gert ráð fyrir slíkum styrk til eins skýlis, en það væri sjúkraskýlið á Sauðárkróki, og þykist ég vita, að sá styrkur hafi þegar verið greiddur eftir till. fjvn. Hinsvegar hefir nú legið fyrir hv. fjvn. umsókn um styrk til röntgentækjakaupa frá sjúkrahúsinu í Vík og meðmæli landlæknis, sem telur sjálfsagt, að styrkur verði veittur, sem nemi 1/3 kostnaðar. Ég skal ekki segja, hvort umrædd upphæð í fjárlfrv. er svo ríflega áætluð, að styrkur til sjúkrahússins í Vík sé þar innifalinn, en þess vil ég þó vænta, að hv. fjvn. hafi talið sér skylt að taka tillit til þessa, og sérstak lega þegar meðmæli landlæknis liggja fyrir, sem verða að teljast eiga að skera úr í þessu efni. Ég vil leyfa mér að æskja umsagnar hv. frsm. þess kafla, sem hér er um að ræða, og helzt jákvæðrar umsagnar um þetta atriði við fyrsta tækifæri.

Í annan stað er hér síðar annar liður, sem ég vil gera fyrirspurn um, sem sé í kaflanum um verklegar framkvæmdir, þar sem Búnaðarfilagi Íslands eru veittar til sandgræðslu 30 þús. kr. þessi upphæð er í 3. lið 16. gr. fjárlfrv. Í þessum lið eru ætlaðar samkv. gögnum frá fyrra ári og samkv. umsögn hæstv. atvmrh. í byrjun fyrri hluta þessa þings 7 þús. kr., sem ákvarðaðar eru til fyrirhleðslu á sandgræðslusvæðinu í Meðallandi. Eins og menn kannske muna, liggur fyrir áætlun frá Búnaðarfélagi Íslands um kostnað við verk þetta, að upphæð 7 þús. kr. En þessi aðalliður í fjárlfrv. hefir verið lækkaður frá því, sem hann er í fjárl. yfirstandandi árs.

Þá skal ég geta þess, að ég mun væntanlega við 3. umr. koma fram með lítilsháttar brtt. við 16. gr. 33. lið, þar sem veittar eru til kvenfélags Hvammshrepps í Vík í Mýrdal, til þess að halda uppi kennslu í handavinnu kvenna, 500 kr. Ég mun fara fram á það, að þessi styrkur verði útfærður viðar í sýslunni til kvenfélaganna, og þá hækkaður upp í 1000 kr. Ég hirði ekki um að fara fleiri orðum um þetta núna, en ég, vænti þess, að þeirri brtt. verði tekið á sama hátt og öðrum slíkum brtt., sem varða þau efni, sem þessi gr. tekur til, og þá ekki sízt þau atriði, sem hér er um að ræða, sem sé til kvenfélaganna, sem jafnan hefir þótt sjálfsagt, að næðu fram að ganga.

Þá á ég nokkrar brtt. á þskj. 727, og þá fyrst við 12. gr. frv., sem sé um það, að inn bætist einn hreppur, sem fær læknisvitjunarstyrk, 300 kr., eins og margir aðrir hreppar hafa fengið. Þetta er Skaftártunguhreppur, sem er fullt eins erfiður til læknissóknar og margir aðrir hreppar viða um landið, sem þó virðist eiga að njóta styrks eftir því sem upp er fært í fjárl. Ég vænti því, að hv. frsm. taki þessari brtt. minni vel og mæli með henni, þar sem hér er um sanngirniskröfu að ræða og hægt er að sanna, að þessi hreppur er verr settur heldur en margir aðrir, sem fá læknisvitjanastyrk, og eru þess þó maklegir.

Næsta brtt. mín á sama þskj. er við 13. gr., þar sem tillog til vegagerða eru fram talin. Eins og hv. fjvn.menn vita, þá hefir vegamálastjóri lagt til, að miklu hærri upphæð heldur en stjfrv. gerir ráð fyrir yrði veitt til Síðuvegar, og er það af því, að sú vegagerð er ekki komin svo langt, að hægt sé að nota þann veg, en hinsvegar vita menn, að bílfær vegur um Síðuna á að verða áframhald af þeirri miklu vegagerð, sem nú er komin sunnanlands, en til þess verður að veita miklu meira fé en ráðgert er í fjárl. Mér er því óskiljanlegt, hvers vegna hv. fjvn. hefir þennan lið svona lágan, eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu, þar sem hún tekur upp rifleg tillög til ýmsra annara vega, sem þó eru ekki í neinu kerfi við aðalvegi landsins. Ég býst því við, að þetta stafi frekar af gleymsku eða gáleysi heldur en að það sé af ásetningi gert. ég legg til, að í stað 3 þús. kr., eins og frv. gerir ráð fyrir, verði veittar 10 þús. kr., eða til vara 6 þús. kr., og vil ég beina þeirri áskorun til hv. frsm. þessa hluta fjárl., að hann líti á þetta með sanngirni og kynni sér það, hvort í þessu tilfelli sé ekki eins mikil ástæða til að hækka tillagið eins og í ýmsum öðrum.

Þá ber ég að lokum fram till. við 22. gr., þá sömu og hér var á ferðinni í fyrra og fékk þá sæmilegar undirtektir, en varð að samkomulagi við ráðh. að undirbúa betur. Þetta er till. um það, að ríkisstj. sé heimilt að kaupa 3 jarðir, sem fyrir tilstuðlan þess opinbera eru nú orðnar svo settar, að þær liggja undir algerðum skemmdum, ef ekki er að gert. Ég upplýsti það í fyrra, að skoðun, sem fram hefði farið á þessum jörðum, sýndi það, að einn ábúandinn hefði þurft að byggja hús, ef hann ætti að haldast við á jörðinni, en það sá hann sér ekki fært, enda var það ekki ráðlegt eins og sakir stöðu. Hinsvegar hefði verið ráðlegra að sameina þessar jarðir í eitt býli, og mætti þá vel við hlíta. En nú hefir það ráð verið tekið, í staðinn fyrir árlega metnar skemmdir og bætur, að stuðla að því, að ríkið kaupi þessar jarðir fyrir matsverð, framkvæmt af Búnaðarfélagi Íslands, 11–12 þús. kr. Telur Búnaðarfélagið, að ollu væri bezt borgið, ef ríkið tæki þessar jarðir og borgaði fyrir þær þetta matsverð, verðið er svo lágt, að það er leitun á því, að jafngóðar jarðir séu ekki metnar meira en 11–12 þús. kr. En til þess að milda þetta dálítið, hefi ég sett það í till., að andvirðið skuli greiðast út á næstu 4 árum, og koma þá ekki nema örfáar þúsundir á hvert ár. Ég vona, að hv. frsm. sjái, að hér er um hið mesta sanngirnismál að ræða, sem því aðeins er vel borgið, að þessi leið sé farin.