05.11.1935
Neðri deild: 65. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (2686)

40. mál, iðnaðarnám

Sigurður Einarsson:

Hæstv. forseti flutti í seinni ræðu sinni áskorun til mín um að gera grein fyrir þeim brtt., sem ég hefi boðað, að ég mundi flytja við 3. umr. þetta get ég gjarnan gert, þó orðalag brtt. sé ekki ákveðið enn, því ég hefi ekki talað við þá menn, er ég ætla að ráðfæra mig við um þessar brtt. - Ég skal þá geta þess fyrst, að í 3. gr. tel ég vanti nánari ákvæði. Þegar eftir 3. gr. fé hefir verið veitt úr ríkissjóði og skóli byggður í einhverju sýslu eða bæjarfélagi, tel ég, að vanti ákvæði, er tryggja það, að viðkomandi sýslu- eða bæjarfélag haldi skólanum gangandi, og að hann verði látinn bera sig. Í frv. eru engar ráðstafanir gerðar til þess, hvorki með stofnun sjóðs eða á annan hátt, að skólinn geti orðið fjárhagslega örugg stofnun, svo að tryggt sé, að hér verði ekki aðeins um vindbólu að ræða, sem hjaðnar þegar ríkissjóður hefir gert sína skyldu með því að leggja fram fé til byggingar skólahúss. Mér finnst vanta í frv. ákvæði til þess að tryggja, þetta, og mun flytja brtt. þar um.

Að því er snertir áframhaldandi ónot í garð menntamn. nenni ég ekki að svara þeim, hvorki hæstv. forseta eða öðrum hv. þm.