12.11.1935
Neðri deild: 71. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1726 í B-deild Alþingistíðinda. (2694)

40. mál, iðnaðarnám

Sigurður Einarsson:

Eins og frá hefir verið skýrt, hefir menntmn. haft til meðferðar allar brtt., sem fram hafa komið við frv. Um nokkrar hefir orðið algert samkomulag í n. í þá átt, að hún skuli mæla með þeim. Hinsvegar er n. ekki sammála um l. brtt. á þskj. 502. En sem flm. hennar legg ég áherzlu á það, að okkur tveimur flm. og einstökum mönnum í menntmn. þykir mikilsvert, að hún nái fram að ganga. Ef unglingar vinna 7 vikur fyrir húsavist og kennslu, er kennslan goldin of háu verði, miðað við vorkaup unglinga. Hinsvegar teljum við hæfilegt, að menn vinni 4 mánuði og fái fyrir það, sér að kostnaðarlausu, vist og kennslu annaðhvort næsta vetur eða þá síðar. Ef þessi till. okkar nær fram að ganga, fellst ég á það í menntmn., að till. á þskj. 526 komi fram sem brtt. við okkar brtt., þannig, að í gr. standi næstu 2 vetur í staðinn fyrir næsta vetur, eins og er í frv.

Þá höfum við gert þá brtt. við 2. gr. frv., að orðin „fyrir karlmenn“ falli niður.

3. brtt. okkar er á þá leið, að sýslun. og bæjarstj. skuli heimilt að láta reisa skólahús á kostnað sýslu eða bæjar, og greiði ná ríkissjóður helming kostnaðar, þegar fé er til þess veitt í fjárl. Okkur þykir ekki rétt að láta ríkissjóð standa einan undir þeim kostnaði, sem af byggingu slíkra skólahúsa leiðir. Sömuleiðis þótti okkur rétt að binda framlög ríkissjóðs því skilyrði, að sæmilega sé hugsað fyrir öllum útbúnaði skólanna. Gæti farið svo, að hlaupið yrði í þetta og allt reyndist svo illa undirbúið, að ríkinu þætti ekki ástæða til að henda miklu fé í húsabyggingar. Allir nm. féllust á þetta, nema einn.

Þá er k. brtt. R-liðurinn er um það, að ríkisstj. skipi skólastjóra, og séu laun hans ákveðin í launal., en ríkið skal greiða þau. Annan kostnað við rekstur skólans, þ. á. m. laun annara kennara, greiði sýslan eða bærinn. Ég er ekki í vafa um, að það er minni byrði og áhætta fyrir ríkissjóð að greiða laun skólastjóra en taka á herðar sér annan kostnað fyrir viðkomandi sýslu eða bæ, sem upprunalega stóð í frv. og stendur þar enn.

A-liður 4. gr. segir, að námsgreinar skuli vera þær sömu og í öðrum héraðskólum, en erlend mál skuli þó ekki vera skyldunámsgrein. Enn fremur skuli verklegri kennslu hagað, eftir því sem við verður komið, sem undirbúningi undir þau lífsstörf, sem aðallega eru stunduð í viðkomandi sýslu eða bæ. Í nokkrum skólum hérlendis hefir þetta verið reynt og gefizt vel, og sama er að segja um erlenda skóla, þar sem þessi tilhögun hefir verið höfð.

Af 3. brtt. okkar leiðir þá 5., að í stað orðsins „byggingarkostnaðinn“ komi: ríkisframlagið til húsbyggingarinnar.

Þar sem við álítum 7 vikna skylduvinnu of mikla borgun fyrir húsnæði og kennslu, höfum við ekki getað fallizt á brtt. hv. 2. þm. N.-M. á þskj. 487. Hann vill hafa 10 vikur í stað 7.

Ég held, að óhætt sé a. m. k. að segja, að 1. brtt. okkar sé til bóta. Hún gerir frv. líklegra til að geta komið að liði þeim æskumönnum, er þetta vilja nota sér, og 3. og 5. brtt. um kostnaðinn virðast mér vera sjálfsagðar. - Að öðru leyti mælist ég til þess f. h. n., að frv. verði samþ.