28.11.1935
Efri deild: 81. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (2724)

181. mál, siglingalög

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það eru aðeins örfá orð. Ég mun ekki bæta við það, sem hv. frsm. hefir sagt, því mál hans var mjög ýtarlegt. Ég lét þess getið við meðnm. mína, þegar þetta mál var til meðferðar í n., að ég væri ekki sammála þeim um að fella niður 2. gr. frv. En til þess að 1. gr. frv. nái fram að ganga, þá vinn ég það til samkomulags, að 2. gr. sé felld niður. En ég tel, að hún hefði mátt standa, til þess að taka af allan vafa um þetta efni. En af því að það er svo mikil réttarbót í 1. gr., þá vil ég, til þess að hún verði samþ., vinna það til samkomulags, að 2. gr. verði felld niður. Þetta vildi ég taka fram.