09.12.1935
Sameinað þing: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

1. mál, fjárlög 1936

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Ég skal ekki tefja þessa umr. mikið. Ég á enga brtt. við fjárlfrv.. og get ég yfirleitt fellt mig við brtt. hv. fjvn., þær miða í stórum dráttum að því að færa niður útgjöldin, og er ég því samþykkur, að það sé gert, eins og högum er háttað hjá okkur, og mundi jafnvel ekki vera ófús á að fylgja einhverjum meiri till. í þá átt. En það eru tvær till. frá hv. fjvn., sem ég get ekki fellt mig við, þó að báðar miði í sparnaðarátt. Sú fyrri er númer 102 og gengur út á niðurfærslu á fjárframlagi, sem veitt er til embættiskostnaðar presta, úr 65000 kr. niður í 35000 kr. Þó að það verði að sjálfsögðu að leita vel, þegar verið er að skera niður útgjöld á fjárl., þá get ég ekki að mér gert að vera undrandi yfir því, að hv. fjvn. skyldi endilega bera niður á þessum lið. Öllum hv. þm. ætti að vera kunnugt um það, að prestarnir eru langlægst launaðir af öllum starfsmönnum ríkisins, ef tekið er tillit til þeirra krafna, sem til þeirra eru gerðar um undirbúning undir starfið og annað slíkt. Af prestunum er heimtaður svo að segja jafnmikill undirbúningur og heimtaður er lengstur yfirleitt af mönnum til þess að búa sig undir störf, en laun þeirra eru þó í öðrum flokki en laun annara sambærilegra embættismanna. Ég held, að þetta sé almennt viðurkennt og ómótmælanlegt. Og sú viðurkenning kom m. a. fram í því, að veitt var fé til þess að bæta upp þessi afarlágu laun, þannig að þeir, sem gegna erfiðustu og rýrustu embættunnm, njóti helzt þessarar uppbótar. Og það er víst, að prestar eiga yfirleitt ekki við það góð kjör að búa, að þá muni ekki um þessa uppbót. í þessu sambandi má minna á að, að launamálmefnd, sem starfar hér nú, telur ekki hægt að komast hjá því að rýmka um launakjör presta, þótt hún fyndi ekki aðra heppilegri aðferð en þá, að fækka þessum embættismönnum um leið. Þegar á það er litið, að hér er aðeins um 30000 kr. sparnað að ræða á mjög fjölmennri embættismannastétt, þá sýnist manni, að bera hefði mátt niður á einhverjum öðrum útgjaldalið. Þessi embættiskostnaður prestanna er ekki nema um 10 þús. kr. meiri en það fjárframlag, sem gengur til n., sem mikill vafi leikur á, hvort hafi yfirleitt nokkrum þeim störfum að sinna, sem ekki er hægt að sinna af öðrum aðilum, ég á við fiskimálanefnd. Sú n. kostar, eftir því sem skýrt er frá í starfsmannalista hv. fjvn., 34721) kr., og við hana vinna formaður, 6 nefndarmenn, einn skrifstofustjóri, ein skrifstofustúlka, umsjónarmaður við harðfiskverkun, umsjónarmaður við hraðfrystingu og loks sendimaður erlendis.

Þessi fámenna starfssveit hefir yfirleitt vinnu á öðrum stöðum, en þetta starf sem aukavinnu. Þessum mönnum er borgað hér um bil 10 þús. kr. minna en ætlazt var til, að veitt yrði til þess að bæta upp laun langverst launuðu embættisstéttar landsins. Það hefir komið fram till. um að hætt yrði að starfrækja þessa n. og að störf hennar yrðu lögð undir annan aðilja. sem enginn þarf að segja, að ekki geti rækt þetta starf, og það er enginn vafi á því, að með þeirri breyt. einni mætti alveg spara þá upphæð, sem gert er ráð fyrir að spara á þessari embættismannastétt, og jafnvel meira til. Það virðist því miklu nær að spara með því að bera niður á þessari nefnd.

Hin till. er í tvennu lagi að vísu, en báðir liðir heyra þó saman. Þeir eru númer 104 og 105. Sá fyrri fjallar um það, að veita í fjárl. aðeins helming af námsstyrk mg húsaleigustyrk til stúdenta við háskólann, en veita aftur á móti jafnmikið fé úr Sáttmálasjóði, þannig að náms- og húsaleigustyrkurinn verður jafnhár og vant er. Annars held eg, að það hafi litla þýðingu að samþ. þessa tvo síðastnefndu liði, því að það er enginn ágreiningur um það innan háskólans, meðal háskólaráðs, prófessora og stúdenta, að vera á móti því, að farið verði að velta fé í þessu skyni úr sáttmálasjóði, í stað þess að haga þessu eins og áður hefir verið gert, þar sem það er vitanlegt, að lítið er eftir af fé í sjóðnum í þessu skyni, þegar búið er að taka frá háa upphæð, sem lögð er við höfuðstól, fjárveitingar, sem ekki er hægt að komast hjá, nema ríkið greiði þær, eins og t. d. styrk til þess að halda við bókakaupum háskólans, sjá um, að út komi nauðsynlegar kennslubækur á íslenzku við háskólann, og sömuleiðis kandídatsstyrkinn, sem er eitt af nauðsynlegustu verkefnum Sáttmálasjóðs — þegar búið er að taka þessa liði frá, þá verður lítið sem ekkert eftir í því skyni, sem brtt. hv. fjvn. gera ráð fyrir. Aðalatriðið í þessu máli er það, að ganga má út frá því sem gefnu, að háskólaráðið muni ekki sjá sér fært að veita þetta fé til húsaleigu- og námsstyrks, og þeir, sem verða fyrir barðinu á þessu, eru stúdentarnir við háskólann, sem vitanlega mundu fá þetta bætt upp, því að þingið mun ekki svipta stúdentana þessu fé, stúdentunum kemur mjög illa að vera dregnir á þessum aurum sínum, sem þeir þurfa að fá strax, þegar þessum styrk er úthlutað.

Ég vil því eindregið mælast til þess við hv. Alþ., að þessar tvær till. verði felldar.