05.12.1935
Efri deild: 87. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1826 í B-deild Alþingistíðinda. (2808)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Magnús Jónsson:

Ég vil aðeins taka það fram út af ummælum hæstv. ráðh. um það, hvernig reikna ætti út hluta sveitar- og bæjarfélaga af skattaukanum, að ekki er hægt að tala um „princip“ í lögum, sem aðeins eiga að gilda eitt ár. Hér er ekki verið að krefjast neinnar yfirlýsingar um þetta af hæstv. ráðh., þótt hann hafi að vísu komið með slíka yfirlýsingu. Ég skal ekki segja um, hve miklum erfiðleikum þetta er bundið að reikna þennan hluta af skattaukanum sérstaklega, í stað þess að reikna hann af öllum skattinum.