07.12.1935
Neðri deild: 93. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (2817)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Hannes Jónsson:

Ég vil aðeins geta þess, að ég gerði mitt til þess í gærdag að flýta störfum þess fundar, og í gærkveldi gerði ég ákveðna ósk til forseta um afgreiðslu þess máls, sem þá var tekið fyrir, og mér var sýnd hin mesta óbilgirni í þeim efnum. Það er því full ástæða fyrir mig að verða ekki við þeim óskum, sem hér hafa fram komið um það að taka ekki til máls, þar sem fullkomin ástæða er til þess að ræða þetta mál strax við þessa umr. Ég mun þó ekki nota mér þessa afstöðu, þrátt fyrir þá óbilgirni, sem mér hefir verið sýnd nú alveg nýverið.