07.12.1935
Neðri deild: 93. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (2820)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Forseti (JörB):

Þar sem fundur hefir verið boðaður í Sþ. kl. 2 og rétt er komið að þeirri stundu, er engin leið til þess að hefja neinar umr. um málið, og verður því þá frestað og tekið út af dagskrá.

Ég vildi þá svara ummælum hv. þm. V.-Húnv. Hann kvartaði undan því, að sér hefði verið sýnd óbilgirni í gærkveldi, með því að ekki var látið að ósk hans um að hætta umr. um málið strax og hann bar þá ósk fram. En ósk hv. þm. Svaraði ég á þá leið, að ég vildi reyna að flýta eitthvað fyrir málinu og umr. yrði ekki slitið. Á þetta gat hv. þm. ekki fallizt og hagaði sínum orðum og ræðumennsku þannig, að fáheyrt er. Honum kann að hafa fundizt ég ekki taka á þeirri málfærslu eins og verðugt var, og því einu hefir hann yfir að kvarta, en þá sök ber hann sjálfur, og get ég ekki að gert.