09.12.1935
Sameinað þing: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (284)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 1. kafla (Jónas Guðmundsson) [óyfirl.]:

síðan brtt. á þskj. 727 komu fram, hefir fjvn. ekki haldið fund til þess að athuga þær. Það, sem ég hefi um þessar brtt. að segja, ber því að skoða sem mína eigin skoðun í þessu efni.

Um 1. brtt., sem er um læknisvitjanastyrk, frá hv. þm. N.-Ísf., vil ég segja það, að ég get ekki annað séð en að allir geti fallizt á, að þessari skiptingu verði þannig hagað, að þm. einstakra kjördæmi fái nokkuð að ráða því.

Um 2. brtt. vil ég segja það, að ef færð eru þau rök, sem jafnan eru færð fyrir þessum styrkveitingum, fyrir þessum smávægilega styrk til læknisvitjana, þá get ég ekki séð neina ástæðu á móti því, að sú till. verði samþ.

þá er næst 3. brtt., við 12. gr., um utanferðir héraðslækna, og er n. sammála um að fella styrkinn niður. Ég heyrði ekki ræðu hv. till. manns, þegar hann mælti fyrir þessari till., en ég get ekki ímyndað mer, eftir afstöðu n. til þessarar till. að dæma, að hún fáist til þess að sinna þessu.

Viðvíkjandi 4. till. er það að segja, að í fjárl. er nú gert ráð fyrir 5000 kr. í þessu skyni, og er heilbrigðisstj. ætlað að skipta því, sérstaklega með tilliti til þess, að styrkurinn verði veittur til vistar í hælum. Hv. flm. þessarar till. er ekki viðstaddur, og ég hygg, að hann hafi ekki mælt fyrir þessari till. sinni, svo að mér er ókunnugt um þær ástæður, sem hér kunna að liggja til grundvallar, en ég get ímyndað mér, að svo framarlega sem hér er ekki um alveg sérstak tilfelli að ræða, þá verði ekki hægt að sinna þessu.

Þá koma næst brtt. viðvíkjandi vegum, og get ég sagt um þær allar saman, að fjvn. hefir gengið frá þessum till. sínum viðvíkjandi vegum, og einmitt með tilliti til þess, að skiptingin á þessu vegafé yrði sem jöfnust milli hinna ýmsu sýslna, og eins með tilliti til þess, bæði hversu langt vegagerð er komið á hinum ýmsu stöðum og hvernig nýjum vegum miðar áfram heima í héraði. Ég get ekki ímyndað mér, að n. fallist á að breyta þessu til verulegra muna. Hinsvegar koma þessar brtt. einstakra hv. þm. undir atkv., og eins og stendur í nál., hafa nm. óbundnar hendur um þetta atriði. Þetta á við 5., 6., 7. og 8. brtt. Um þá 9. verð ég að segja, að ég er henni mótfallinn og vænti þess, að hún nái ekki fram að ganga, því að sú sýsla, sem þar er farið fram á, að aukið verði hjá, A.-Húnavatnssýsla, er ólíkt betur sett hvað vegi snertir heldur en margar aðrar sýslur. Sama er að segja um 10. brtt., og geri ég ekki ráð fyrir, að n. fáist til þess að breyta því, sem gert hefir verið í þessu efni. Hinsvegar hefir verið um það talað milli nm., að tekin yrði aftur til 3. umr. ein af brtt. við vegina, brtt. um að Holtavörðuheiðarvegurinn verði felldur burt úr frv.

Að svo stöddu vil ég ekki bera fram neina formlega ósk frá n. í þessu efni, en ég vil láta þess getið eftir samtöl um þetta milli nm., að þar sem enn er ekki sýnt, hvernig fer um þá nýju tekjuöflun, sem ætluð er til aukinna vegagerða, þ. e. benzínskattinn, þá er ekki talið rétt að fella þennan stóra lið úr frv.

Þá vil ég fara fram á það við hv. flm.till. 12, um Vestmannaeyjahöfn, að hann fallist á að taka till. aftur til 3. umr.

13. brtt. er einungis leiðrétting, og geri ég því ráð fyrir að hún verði samþ. Hvað aðrar till. á þessu sama þskj. snertir, þá vil ég taka það fram, að ég er ekki frsm. að þeim kafla, sem þær till. heyra undir.

Hv. þm. V.-Sk. minntist á sjúkraskýli og læknisbústaði með sérstöku tilliti til röntgentækja í sjúkrahúsið í Vík í Mýrdal. Ég hefi einmitt tekið fram að þetta sjúkrahús er næst fyrir með umsókn um styrk í þessu skyni. og ég efa ekki, að það muni komast í næstu fjárl., en ekki í þessi, eins og sest á nál., því að öðru fé, sem varið er í þessu skyni, er þegar ráðstafað. Til þess að hægt yrði að verða við ósk hv. þm., yrði að hækka þennan lið, en um það er engin brtt., svo að ég vona, að hv. þm. V.-Sk. láti sér lynda það, sem ég hefi hér sagt, og komi með sína kröfu til landlæknis eða láti hana liggja fyrir þar, þegar næsta úthlutun á þessum styrk fer fram.

Þá vil ég víkja nokkrum orðum að 18. brtt., frá hv. þm. Rang. og hv. 11. landsk., enda þótt hún snerti ekki beinlínis þann kafla, sem ég hefi framsögu í. Um þennan lið er það að segja, að um atvinnubótafé það, sem þessi liður fjallar um, hefir í rauninni ekki verið rætt til fullnustu í fjvn., svo að nokkur brtt., hvorki frá einstökum hv. þm. né heldur frá n. í heild, liggi fyrir um þennan lið. Þess vegna finnst mér rétt, að þessi till. yrði tekin aftur til 3. umr. — þm aðrar brtt. ætla ég ekki að tala.