13.12.1935
Neðri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1905 í B-deild Alþingistíðinda. (2853)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Jóhann Jósefsson [óyfirl.]:

Hæstv. ráðh. hélt því fram, að við sjálfstæðismenn hefðum ekki greitt atkr. með tekjuöflunarfrv. hjá Framsfl. við hefðum verið móti öllum tekjuöflunarfrv. Framsóknar. En þetta er rangt, því að í tíð fyrri framsóknarstj. greiddum við oft atkv. með þeim tekjuöflunarfrv., sem hún bar fram. Og við höfum gert þetta líka í stjórnartíð þessa hæstv. ráðh. 1928 vorum við með afgreiðslu tekjuhallalausra fjárl., og nú líka. En hinsvegar getum við ekki samþ., þegar hæstv. ráðh. vill fara út í beinar öfgar með skatta- og tollaálögur, eins og í þessu frv., sem hér liggur fyrir.

En svo að ég víki að öðru. Hæstv. ráðh. talaði um, að ég hefði lýst yfir því, að stærri flokkur mætti ekki láta undan minni flokki. Og hann vildi draga Bændafl. inn í þær umr. Ég hefi aldrei sagt það. En það mun vera einsdæmi í þingsögu nokkurs lands, að minni flokkur hafi ráðið yfir stærri flokki, svo að hann dansaði algerlega eftir hans pípu, og það flokkur, sem ætla mætti, að ætti ekki samleið með þeim flokki. En þetta hefir orðið í stjórnartíð hæstv. ráðh. Flokkur hans hefir orðið að hlýða og beygja sig fyrir öðrum flokki, sem er minni, og það í málum, sem viðurkennt er, að hafa verið honum þvert um geð. Þetta vita allir. Ég sagði, að sjáifstæðismenn væru þannig innrættir, að þeir vildu ekki vinna það til fyrir völd að vera svona gólfþurrkur. Stjórn Sjálfstfl. myndi segja af sér, ef hún kæmist í þá aðstöðu, að hann þyrfti að dansa eftir pípu minni flokks á þingi. Og þetta gera allir heiðarlegir stjórnmálaflokkar um allan heim.

Ég minntist á, að sú ásökun væri ekki rétt í garð Sjálfstfl., að hann vilji rýra allar tekjur ríkisins, af því að framsóknarstjórn fer með völd. Við höfum greitt atkv. með tekjuöflunarfrv. Framsfl. og verið samvinnuþýðir við afgreiðslu fjárl., sem eru tekjuhallalaus. En Framsfl. hefir hlýtt öðrum ráðum frekar en okkar, og því hefir lítið samkomulag orðið um frv., fyrir tilstuðlan þeirra, sem ráðið hafa í flokknum.

En við skulum halda okkur við efnið og ekki vera með neinu spádóma um það, hvað gert hefði verið, ef við hefðum verið í sporum Framsfl., heldur lita á það, sem raunverulegt er í málinu, og það er, að löngu áður en hæstv. fjmrh. fer að hafa áhrif á fjármál lundsins eða bera ábyrgð á þeim, þá fór Sjálfstfl. með fjármálin í þessu landi. Við tókum við stórum skuldum, bæði föstum skuldum og lausaskuldum. En árangurinn af fjármálastjórn Sjálfstfl. var sá, að hann galt lausu skuldirnar og lækkaði föstu skuldirnar, og var farinn að lækka skattana. Það er öfugt við stjórnmálastefnu hæstv. fjmrh., sem herðir á skattaskrúfunum, þó að búið sé að benda honum á, að það er óframkvæmanlegt til lengdar að halda ríkisbúskapnum gangandi á þann hátt, sem hæstv. fjmrh. hugsar sér, eða eftir stefnu hans flokks. Við getum því, sjálfstæðismenn, sagt við hæstv. ráðh., að þingsagan sýnir og sannar allt annað en hann heldur fram. Hitt er annað mál, að við höfum gengið á snið við að láta kúga okkur til að hleypa útgjöldum ríkisins í þær ófærur, sem sýnlegt er, að verið er að gera.