13.12.1935
Neðri deild: 98. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1906 í B-deild Alþingistíðinda. (2854)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Ólatur Thors [óyfirl.]:

Hv. þm. Vestm. hefir nú svarað því, sem ég taldi aðallega skipta máli í umræðum hæstv. fjmrh. Sleggjudómar hana um það, hvað Sjálfstfl. myndi hafa gert, ef það hefði verið hans hlutskipti nú að fara með fjármálastjórn, eru óviðfelldnir, og eins og hv. þm. Vestm. sagði, þá þarf vitanlega ekki að hlusta á neinar getsakir í því efni, því að staðreyndirnar tala þar skýrustu máli. Sjálfstfl. tók við fjármálum landsins í öngþveiti — ég held ég segi þar ekki of mikið —, er yfir vofði ríkisgjaldþrot, lausaskuldir voru á 6. milljón kr., sem ríkissjóði bar skylda til að greiða, hvenær sem þess var krafizt af honum, án þess hann hefði einn eyri í handbæru fé. Ríkisskuldirnar höfðu nífaldast á fáum árum, úr 2 upp í 18 millj. Áður en Sjálfstfl. tók við völdum árið 1923, þá var það tæplega á vitorði sjálfra valdhafanna, hvernig komið var. Sjálfstfl. fór svo þrjú ár og nokkra mánuði með völd, og hann hélt þannig á þeim, að hann skilaði skuldunum greiddum að 1/4 og sjóðeign ríkisins hækkar um tvær millj. kr., svo að fjárhagurinn batnaði í raun og veru um 8 millj. kr. Þessi fjármálastjórn Sjálfstfl. ber vott um það, að hann tók fast á málunum, en stýrði ekki út í bláinn. Og ef hann hefði farið með fjármálastjórn frá 1924 og fram til þessa dags, þá þyrfti ekki að afla ríkissjóði 15 millj. kr. tekna til að standast afborganir af lánum, og þær afborganir myndu þá vera nokkrum millj. kr. lægri en nú er. Og ég ofmæli ekki, er ég segi, sem hafa hlaðizt á ríkissjóð fyrr og síðar í valdatíð þessara flokka, hvíldu þar ekki, ef sjálfstæðismenn hefðu ráðið fjármálum landsins. Því þarf Sjálfstfl. ekki að svara til saka, hvernig hann myndi fara að, ef hann væri við völd nú; við vitum af fortíðinni, hvernig hann hefir stjórnað, og það er nóg að biðja reynsluna og fortíðina að tala til að gefa svar við því.

Það var þetta, sen mér þótti rétt, að kæmi fram. Þess vegna kvaddi ég mér hljóðs, en það var áður en hv. þm. Vestm. hélt sína ræðu og færði fram skýr rök fyrir þessu. En góð viss er ekki of oft kveðin.

Það var víst hv. þm. N.-M., sem — að svo miklu leyti sem kleift er að skilja hans mál — minnti mig á, að ég þyrfti að áminna þm., og ég skal taka það til greina að því leyti, að ég vil áminna hann fyrir að vera að dylgja um það, að Sjálfstfl.þm. vinni verr störf sín en hann og hans notar. Ég hika ekki við að fullyrða, að t. d. í landbn. muni hv. þm. Ak. og hv. þm. A.- Húnv. leggja fram ekki ónotadrýgri vinnu en hann. Ég vil því alls ekki sitja undir neinum hnútum frá hans hendi. Þeir hafa rækt störf sín eins vel og hann og hafa kannske eins góða hæfileika til að bera, svo að ég segi ekki of mikið.

Ég veit ekki, hvort hv. 1. þingkjörinn heldur, að óhætt sé að bekkjast til við mig, því að ég meti hann ekki svo mikils að svara hans seinni ræðu. Ég þóttist gera honum þau skil í dag, og það var auðheyrt, að hann hefir fundið til þess, að ég hafi verið smávegis ónotalegur, og ég neita ekki, að svo muni hafa verið. Og varnarræða hv. þm. bar vott um, að hún var flutt meira af vilja en mætti. Þegar ég heyrði, hvað honum var stirt um vörn, þar sem hann stöð hér í ræðustólnum þrútinn og eldrauður, allur af vilja gerður að kreista út úr sér einhverja fyndni, þá hélt ég, að mínu hlutverki væri lokið að þurfa að taka ofan í við hann. En þegar hv. 1. þingkjörinn fer að lauma því hér inn í hv. deild, að hann hefði sézt koma skríðandi út um glugga hjá mér (MT: Það var ekki ég), þá verð ég að mótmæla slíkri fjarstæðu. Ég hefi aldrei séð þennan mann koma inn til mín; hann hefir aldrei heimsótt mig eða mitt fólk, og ég vil ekki hafa svona dylgjur um mitt heimili hér á hv. Alþ.

Hv. 1. þingkjörinn sagði nú um þessar 3 þús. kr., að hann hefði ekki verið keyptur með þeim. Ég tók líka fram, að hann hefði ekki verið keyptur. Þessi hv. 1. þingkjörinn færði það fram sér til afsökunar, að hann hefði ekki verið keyptur með þessum peningum. En það er einmitt það sama og ég sagði. En hann upplýsti hinsvegar, að hann hefði tekið þá úr sjálfs sín hendi, án samþykktar ríkisstj. En ég vil spyrja, úr því þessi hv. 1. þingkjörinn fékk sér þessa fúlgu úr sjálfs sín hendi til þess að læra mannasiði, hvers vegna hann fékk sér þá ekki nógu mikið, því ekki 30 þús., eða svo mikið, að hann gæti menntað sig sæmilega. Þá hætti hann kannske að koma með af þessum ræðupalli orð eins og „smáskítlegur“ og önnur þess háttar, því að það eru ekki neinir mannasiðir.

Ég verð að segja eins og er, að mér þykir þetta ekki vansalausar upplýsingar, svo að ég tali í alvöru, að hv. þm. skuli lýsa yfir því, að hann hafi sem forseti, án þess að bera það undir ríkisstj., skammtað sjálfum sér 3000 kr. til þess að sigla fyrir. Hvaða rök færir þm. fyrir þessu? Hvað ætlaði hann að vinna landinu til gagns með utanför sinni? Það er fullkomin óskammfeilni, þegar þessi gamli maður stendur hér upp til að miklast af því að hafa gert þetta. Það er óskammfeilni, sem gengur langt úr hófi fram. Þó að hér séu fáir menn til að hlusta á, þá vænti ég þess, vegna þeirra, sem síðar lesa þingtíðindin, að hv. 1. þingkjörinn gefi skýringu á, hvernig á því stóð, að hann leyfði sér án þess að bera það undir þing og stjórn að úthluta sjálfum sér 3000 kr. Ég ætlast ekki til, að hann segi allt, sem hann gerði í siglingunni. Og þó hann nefni eitthvað, þá tek ég það ekki sem afsökun á því, að hann skyldi úthluta sjálfum sér peninga til fararinnar, því ég álít þetta ekki í neinn stað rétt.

Ég verð að viðurkenna, að ég hefi aldrei haft neinar mætur á þessum þm. og oft verið ádeiluharðari í garð hans en aðrir þm., kannske úr hófi, því hann hefir aldrei gert neitt á minn hluta. En ég verð að segja, að ég átti ekki von á því, að þennan hlut hefði hv. þm. á sinni samvizku. Ég ætlaði ekki að angra hann með því að gera þetta að umtalsefni, en hann má kenna sjálfum sér um, því hann hefir verið að bekkjast til við mig og hefir líklega haldið, að ég væri búinn að henda frá mér hirtingarsóflínum.