10.12.1935
Sameinað þing: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 1. kafla (Jónas Guðmundsson):

Ég fór í gær nokkrum orðum um brtt. þær, sem fram hafa komið og tilheyra þeim kafla fjárlfrv., sem ég hefi framsögu að. Hefi ég því litlu við það að bæta, sem ég sagði þá. Fjvn. mun fylgja till. sínum. Þó hafa einstöku nm. óbundin atkv. um sumar þeirra. Hinsvegar vil ég taka það fram f. h. n., að hún tekur tvær þeirra aftur til 3. umr. Það er fyrst 73. till., um að fjárveitingin til Holtavörðuheiðar falli niður, og ennfremur 71. till., um að fjárveitingin til Breiðdalsheiðarvegar lækki úr 10 þús. niður í 8 þús.

Eins og ég tók fram í upphafi þessara umr., þá eru hér nokkrar till., sem orkað getur tvímælis, hvort rétt er að samþ. nú. Verði því einhver breyt. frá því, sem nú horfir við, þar til atkvgr. fer fram, þá má vel vera, að n. óski, að einstöku till. verði teknar aftur til 3. umr. — Annað óska ég ekki að taka fram.