04.03.1935
Efri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2004 í B-deild Alþingistíðinda. (2920)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Háttv. 1. flm. upplýsti í síðustu ræðu sinni, að skip þau, sent hér er um að ræða, hefðu komið upp hjá sér loftskeytastöð. Sé þetta rétt, sem ég efa ekki, þá sýnir það, hve íslenzkir útgerðarmenn láta sér annt um að búa skip sín vel út. Enda er slíkt ekkert nýtt, því að Íslendingar eru yfirleitt menn ósinkir og drengir góðir, og ganga því oft skör framar en þeir í raun og veru eru megnugir.

Það sem sérstaklega kom mér til þess að standa upp, var það, að hv. þm. misskildi það, sent ég sagði áðan, að vegna aðgerða stjórnarflokkanna yrðu eigendur hinna fáu flutningaskipa okkar líklega að selja þau úr landi. Það, sem ég átti við með þessum ummælum, var það, að vegna breytinga þeirra, sem síðasta Alþings gerði á fiskútflutningnum, að færa hann yfir í hið svonefnda gruppusystem, þá myndu útflytjendur fara að flytja fiskinn út í smærri skipum en tíðkazt hefir á meðan Sölusamlagið starfaði. Þá var sem kunnugt er fiskinum safnað saman í heila skipsfarma, sem fluttir voru út í einu. En með þessum aðgerðum síðasta þings, að dreifa fisksölunni á fleiri hendur en áður var, verða hin stærri flutningaskip útilokuð frá flutningunum. Ég þori því að slá því föstu, að það er vegna ráðstafana stjórnarflokkanna á síðasta þings, ef svo mjög þrengir að hinum litla vísi að flutningaskipaflota, sem risið hefir upp hjá okkur hin síðustu árin, að selja verður hann úr lands.