21.11.1935
Efri deild: 75. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2015 í B-deild Alþingistíðinda. (2932)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Frsm. minni hl. (Jón Auðunn Jónsson) [óyfirl.]:

Ég gæti í raun og veru vel orðið við óbeinum tilmælum hv. flm. um að taka brtt. mína aftur. Ég sé, að hann er ekki ánægður með annað en loftskeytastöðvar. En það var ekki heldur meiningin, eins og mér heyrðist á 4. þm. Reykv., að hér yrði hafður hlustvörður til þess að hlusta á skip við strendur Portúgals eða Ameríku.

Hinsvegar þarf ekki mikið að deila um loftskeytatæki í flutningaskipunum, því mér er kunnugt um, að beiðni er komin til ráðh. um að mega selja tvö af þeim út úr landinu, og sennilegt, að hin fari sömu leið. Ég ætla því að verða við tilmælum hv. 4. þm. Reykv. og taka mína brtt. aftur.