20.12.1935
Efri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (2954)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Frsm. minni hl. (Jón Auðunn Jónsson) [óyfirl.]:

Hv. 4. þm. Reykv. getur miklazt af því, að hann er ekki íhaldssamur á annara manna fé, en ég vona, að hann geti miklazt af því að vera ekki íhaldssamur á sitt eigið fé. Hann getur brigzlað mér og öðrum fyrir að vilja spara annara fé, þannig að atvinnuvegur, sem við annars getum ef til vill haldið uppi, leggist ekki alveg í kalda kol vegna óþolandi skatta og álaga, en það er einmitt það, sem hv. þm. virðist vilja, því að hann sagði í gær, að stefna sín væri að eyðileggja þjóðfélagið, ekki þjóðskipulagið, heldur þjóðfélagið sjálft. (SAÓ: Þetta er vitleysa). Já, vitanlega var það vitleysa. En það er fleira vitleysa, eins og t. d. það, að það geti ekki orðið útgerðinni að falli, þó viti þurfum að kosta 22 þús. kr. meira í kaup á þessum skipum heldur en keppinautar okkar, og þar við bætist 6-8 þús. kr. baggi á útgerðinni á ári, án þess að sá baggi - veiti neitt meira öryggi en hægt væri að veita með 500-600 króna kostnaði.