10.12.1935
Neðri deild: 95. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2038 í B-deild Alþingistíðinda. (2970)

133. mál, framfærslulög

Gísli Sveinsson [óyfirl.]:

Herra forseti! Það er rétt, að ég og tveir aðrir hv. þm. höfum leyft okkur í samráði við samflokksmenn okkar í allshn. að bera fram brtt. á þskj. 740. Eru margar þeirra víðtækari og skipa orðum og efni á nokkuð annan veg en í frv. greinir, þótt af sömu rót sé. Það er að vísu ótvírætt, þótt fátækralöggjöfin sé ekki úrelt í heild, enda er hún tiltölulega nýleg, frá 1927, og breyt. síðar, þá hafa ýms atvik og ástand skipazt svo, að við flm., og sennilega allir þm., álítum nauðsynlegt, að taka a. m. k. hluta l. til endursamningar og gera þar á allverulegar breyt.

Það eru tvö höfuðatriði, sem þarf að lagfæra, á því Ástandi, sem nú ríkir. Í fyrsta lagi að stytta eða afnema svokallaða sveitfesti, og í öðru lagi að jafna framfærslukostnað umdæmanna. Og þegar sleppir sveitar- og bæjarfélögum, er ekki um hjálp að ræða, nema frá ríkinu. Hafa komið l. frá Alþ. um að jafna þetta, sem þó má segja, að gangi ekki að sumu leyti nógu langt. því að sé gengið inn á annað þessara höfuðatriða, verður að taka hitt að fullu með.

Stytting sveitfestitímans er bæði gamalt mál og nýtt, og er áður búið að stytta hann með l. frá því, sem áður var. Síðast þegar þessu var breytt, þykir nú of skammt hafa verið gengið, og á nú að afnema hann með öllu. Þessi tvö höfuðatriði eru svo mikilvæg að þm. vilja breyta löggjöfinni. Frá því sjónarmiði, að þetta sé réttmætt, höfum við borið fram brtt. á þskj. 740. Við höfum ekki á móti, að l. séu nefnd „framfærslulög“, í stað „fátækralög“ áður. Er hér aðeins um orðabreyt. að ræða, sem stefna að því að milda heiti á mönnum og málefnum, sem hér koma við. En við flm. brtt. á þskj. 740 teljum engar aðrar breyt. aðkallandi eða máli skipta en þessi tvo höfuðatriði En í frv. mþn. er að okkar dómi farið út fyrir þetta svið og komið inn á atriði, sem gera frv. óaðgengilegt. Það má að vísu segja, að frv. miði til bóta, en það verður að teljast óþarft að setja inn í það ákvæði, sem ekki eru nauðsynleg eins og stendur, en valda kostnaði, svo sem stofnun framfærslunefndar til aðstoðar hreppsnefndunum og embætti framfærslustjóra. Mundi bráðlega, ef svo væri stefnt, vaxa upp embættabákn hliðstætt stj. fræðslumála. Má við una, að sömu menn og þeir, er hreppsnefndir skipa, fari með þessi mál, eins og áður, og teljum við sjálfsagt, að svo verði þangað til reynsla er fengin, og standi á meðan beint undir stj. atvmrh.

Ég held, að sú breyt. sé ekki tilvinnandi, að stofna öll þau embætti, heldur sé betra að auka við starfskrafta á skrifstofu ráðuneytisins, eftir því, sem nauðsyn krefur, t. d. að sérstakur fulltrúi hafi þau mál með höndum, mundi það verða skaplegri kostnaður en stofnun nýrra embætta.

Eins og hv. þdm. sjá, miða brtt. á þskj. 740 að því að samræma l., eftir að búið er að afnema framfærslunefndir og framfærslustjóra. Fyrsta brtt. okkar er um að orðin „eða framfærslunefndar“ falli niður. Næstu brtt. eru að mestu smávægilegar orðabreyt.

Aðalbreyt. felst í 9. brtt. við IV. kafla, um að fella niður framfærslunefnd og framfærslustj., og fella mál og greinar inn í frv. í staðinn. Við teljum síður en svo þörf á stofnun þessara embætta. Í raun og veru er alveg einkennileg þessi uppgötvun n., að nauðsynlegt sé að fá nýja menn og stofna ný embætti til þess að fara með þessi mál. Ef frv. nær fram að ganga eins og það er, verður mikill kostnaður við framkvæmdastj., sem greitt verður af opinberu fé, í viðbót við annan kostnað, sem ríkið hér af þessum málum. Teljum við, að hreppsnefndirnar geti vel annazt þetta eins og verið hefir. En ef hitt á að vera gert vegna styrkþega, er því til að svara, að styrkþegum nú á tímum er sú aðstoð í té látin, þar sem þeir jafnvel mynda heila flokka, að þeim mun engin vandræði verða úr því að koma kröfum sínum á framfæri og afla sér nauðsynlegra upplýsinga þótt ekki séu settar á stofn sérstakar stofnanir til þeirra hluta. Í bæjunum, þar sem þess væri helzt þörf, er slík verkaskipting komin á, og þarf því ekki þessi l. til. Við teljum að tímarnir séu ekki þannig nú, að rétt sé, ef ekki hér ríka nauðsyn til, að stofna ný embætti ráðuneytinu til aðstoðar. Við þennan kafla eru höfuðbreyt., sem við leggjum til, að gerðar séu. Auk þess eru ýmsar fleiri brtt., svo sem að orðum er vikið til betra máls og í samræmi við það, sem eðlilegt er að hafa eftir því, sem við leggjum til, eða vegna almennra l. eða reglna, sem fyrir eru.

Þá er 21. brtt. á nefndu þskj., um að fresturinn til að gefa fyrirskipaðar skýrslur verði lengdur. Það hefir reynzt svo, þótt l. mæli svo fyrir, að ekki eru tiltök að hafa tilbúnar fyrir lok marzmánaðar þær skýrslur, sem 69. gr. talar um.

Allir, sem við þessi mál fást, vita að þessar skýrslur nást ekki fyrr en komið er fram í júní, a. m. k. ekki, þar sem vegalengdir eru miklar og póstgöngur erfiðar. Þótt skýrslurnar komi til héraðsnefndanna samkv. l. í apríl til maí, sem yfirleitt er ekki fyrr en í maí, eru ekki tiltök, að n. hafi lokið störfum og undirbúningur á skrifstofu sé búinn fyrr en í júní. Höfum við því sett tímann 15. júní. Þó n. hafi sett annan tíma, verður að breyta því, heldur en sigla því fram, sem ómögulegt er að uppfylla. Við 74. gr. höfum við gert þá brtt., að fyrir 1. júlí komi 1. júní, og er það að forminu til samræmis við það sem verið hefir.

24. brtt. er ný málsgr., sem fjallar um meðferð á áföllnum skuldum út af viðskiptum sveitafélaga, þegar l. koma í gildi. Við töldum ekki einungis sjálfsagt, heldur nauðsynlegt að láta fylgja skýrt ákvæði um það atriði, svo allir geti gengið úr skugga um, hvernig með þau mál eigi að fara. Það má e. t. v. deila um, hver ákvæði séu þar heppilegust, en við höfum falið atvmrh. úrskurð í þeim málum.

25. brtt. er um að bæta nýrri málsgr. við 78. gr., sem kveði á um það atriði, sem n. tekur fram í grg., að um alla þá, sem eru á sveitarframfæri við gildistöku 1., koma ákvæði þeirra til framkvæmda þegar í stað. Fannst okkur flm. rétt að taka af allan vafa í þessu efni í frv. sjálfu, svo þar væri hreint borð, og allir vissu, út frá hverju væri að ganga.

Þá skal ég víkja að ákvæði til bráðabirgða, sem sett er eftir ósk margra hv. þm., þó skoðanir séu skiptar um hvernig því skuli beitt, og mætti þess vegna leita samkomulags um það atriði. Er von, að uggur sé í mönnum um, hvernig fólksstraumurinn leggst, og ekki úr vegi að setja einhver ákvæði, sem takmarka, hvar fólkið dembir sér inn. Má ég segja fyrir hönd mflm. minna, að okkur er ekki aðalatriði að fá brtt. samþ. eins og hún er nú, heldur að þetta sé athugað og leitað um það samkomulags, og mun ég því taka brtt. aftur til 3. umr.