10.12.1935
Neðri deild: 95. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2042 í B-deild Alþingistíðinda. (2972)

133. mál, framfærslulög

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég hefi minnzt á það, að ég álíti eðlilegt, að sett sé í frv. ákvæði um hámark á því fé, sem verja á til þess að bæta sveitarsjóðunum upp fátækraframfærslu. Ég sé, að hv. n. hefir ekki gætt þessa í frv., en ég vil nú beina því til hennar, að þegar hún tekur til athugunar þær brtt., sem hér liggja fyrir, þá athugi hún einnig þetta atriði, hvort hún ekki geti fallizt á að setja hámark á framlag ríkissjóðs. Ég ætla ekki að gera ákveðna till. um, hve hátt þetta hámark verði sett, en ég get bent, á, að nú er varið til þessa um 180 þúsund kr. á ári, og ég skal líka benda á það, að gert er ráð fyrir, að samkv. því fyrirkomulagi, sem lagt er til grundvallar í frv., hefði tillag ríkissjóðs orðið 250 þúsund á árinu 1933, og þætti mér eðlilegt, að einhversstaðar nálægt þessum tveimur upphæðum yrði þetta himark sett.

Mér hefir heyrzt á hv. þm., að þeir myndu geta fallizt á að setja í l. hámark á framlagi ríkissjóðs til framfærslu í landinu, og sú skoðun mun ríkjandi, að sem mest beri að gera að því alls staðar þar, sem ríkissjóður á að leggja fram fé.

Ég vil eindregið skora á hv. allshn. að gera till. um þetta efni fyrir 3. umr. og fá þetta fast ákveðið. Auðvitað geta sveitarfélögin ekki í því tilfelli vitað fyrir fram, hve mikið þau eiga að fá endurgreitt af framfærslukostnaði, hvert til og fyrir sig.