16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2059 í B-deild Alþingistíðinda. (2994)

133. mál, framfærslulög

Frsm. (Bergur Jónsson) [óyfirl.]:

Í framsöguræðu minni áðan gleymdi ég brtt. Það voru brtt. í þskj. 826-828. Ég vil taka fram um brtt. í þskj. 826 frá hv. 3. þm. Reykv. og hv. 1. landsk„ að ég tel meinlaust í sjálfu sér, að formanni barnaverndarn. sé heimilað sitja fundi framfærslun. - Brtt. í þskj. 827 tel ég sjálfsagðar, og er það að vonum, þar sem ég er einn af flm. þeirra.

Í 1. brtt. ræðir um það að færa innheimtu barnsmeðlaga aftur í það horf, sem nú er, þ. e. í hendur lögreglustjóra, og leiðir það af því, að framfærslustjóraembættið verður ekki stofnað, og ennfremur að fela þeim að úrskurða um þau mál. Um brtt. á þskj. 828 er það að segja, að við nánari athugun þá lét ég hana frekar til bóta. Ég vil taka undir það með hv. aðalflm. framfærslul., hv. 6. landsk., að sjálfsagt sé, að jöfnunarhlutfallið verði ákveðið minna, láta þau ákvæði reyna sig næstu tvö árin, og tel enga þörf á því mikla kappi, sem lagt er á það að breyta því nú. Það lítur út fyrir, að hv. þm. V.-Húnv. sé að ganga erinda Rvíkur í þessu. Það virðist ekki vera nægur tími til að reikna þetta út, og ég sé ekki betur en að hv. þm. geti látið sér nægja að bíða til næsta þings, þegar betra tóm verður til að athuga þetta niður í kjölinn, því að hér er um vandamál að ræða, sem ekki má flaustra af. Hv. þm. V.-Húnv. tók aftur brtt. á þskj. 740, eins og ég spáði. Hann minntist í brtt., sem ég flutti ásamt hv. 2. þm. Reykv. og 2. landsk., og lagði eindregið á móti þeim öllum. mér þótti sérstaklega undarlegt, að hann skyldi mæla á móti 1. brtt., þar sem aðeins er um að ræða það, að þar sem valdsmaður er ókunnugur, þá megi hann ekki aðeins leita til framfærslun. eða hreppsn., heldur og til annara kunnugra manna. Það getur vel staðið svo á, að einhver persóna sé á staðnum, sem sé kunnugri heldur en þessar nefndir. Þetta er bara valdsmanni sjálfum til hægðarauka, til þess að hann geti eftir á varið úrskurð betur með því að vísa til álits, sem byggt er á. Þetta ákvæði er atriði, sem ég myndi telja sérstaklega heppilegt, að geta snúið sér til manns, sem væri enn þá kunnugri en þessar nefndir, og vera ekki bundinn við að snúa sér til n., sem ekki væri víst, að gæti gefið réttar upplýsingar. Á hinu furðaði mig ekki eins mikið, þó að hann, eins og margir aðrir, vildi fella niður 61. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að meðlagið missi gildi sitt, þegar barnsmóðirin giftist aftur. Í þessari gr. er nýmæli eins og hv. aðalflm. gat um, sem minnkar rétt barnsmóður í þessu tilfelli, og þetta er ástæðan til þess, að við gátum ekki fallizt í þetta. - Það er rangt hjá hv. þm. V.-Sk., að ég hafi verið þessu meðmæltur. Þetta er gert af mannúðarástæðum og engu öðru, og þetta er algerlega rangt gagnvart barnsmóðurinni, enda þótt svo hafi orðið, að barnsfaðirinn hafi dáið. Í öðru lagi vil ég benda í það, sérstaklega þeim mönnum, sem sérstaka virðingu bera fyrir hjónabandi og slíkum hlutum, að það er opin leit fyrir allar persónur, þar sem svo stendur á, að eignast barn og bús áfram án þess að giftast, til þess að halda úrskurðinum. Ég veit nú ekki að hv. þm. V.-Sk. vildi vinna að því, sem menn kalla hneykslanlega sambúð. Einu sinni var bæjarfógeti sem tók sig til og gekk hús úr húsi í næturþeli og rak í sundur persónur, sem ekki voru giftar, en bjuggu saman. Þetta er enn í lögum, og þetta má og á hver valdsmaður að gera. Það er því undarlegt af löggjafarvaldinu að ganga á í því að ýta undir fólk með það að búa saman í hneykslanlegri sambúð. Með þessu er ég ekki að segja það, að þetta lagaákvæði sé rétt eins og það er nú, en það eru ýms réttindi bundin að l. við hjónabandið, t. d. fyrir börnin, og þeim er oft heldur illa við, að foreldrar þeirra búi saman, án þess að vera gift. Það er enginn vafi á því, að afleiðingin af því, ef þessi gr. frv. fær að standa óbreytt, að menn fara bara að auka þessa hneykslanlegu sambúð. Það var tilætlun flm. frv. og þeirra, sem sömdu það, að gera sem jafnastan rétt allra mæðra. - Í 26. gr. er ákvæði um það, að meðlag skuli falla niður, ef ekkja, sem fær meðlag með börnum, giftist. Við felldum þetta ákvæði niður. Ef við hefðum fellt niður 61. gr. en látið 26. gr. standa, þá myndum við hafa gert upp á milli giftra kvenna og ógiftra, en það vildum við ekki gera. Þar með er þá aðeins um samræmisatriði að ræða. Ég vona nú, að hv. þm. V.-Sk. taki þessi rök mín til greina, sérstaklega þar sem um collega minn er að ræða, sem ég veit, að vill láta hegningarl. landsins gilda eins og önnur lög.