10.12.1935
Sameinað þing: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (302)

1. mál, fjárlög 1936

Ólafur Thors:

Hv. (6. landsk., 1. frsm. fjvn. beindi til mín tilmælum um að taka aftur til 3. umr. brtt., sem ég flyt við fjárlagafrv. fyrir orið 1936, um 5 þús. kr. fjárframlag, fyrsta af fjórum, til að setja ljósbauju á Skaga. Ég get ekki betur skilið en að hann teldi líkur til þess, að brtt. þessi fyndi náð fyrir augum fjvn., og vil því með ánægju verða við þessum tilmælum og tek brtt. aftur til 3. umr.

Hv. þm. A.- Sk, vék að mér nokkrum orðum. Hann sagði, að ég hefði nú í fyrsta sinn fundið ástæðu til þess að ávarpa sig, og hefði ég gert það eins og blöð Sjálfstæðismanna væru von að ávarpa hann og hans líka. Ég get vel unað þessum ummælum, en vil benda hv. þm. á það, að þau falla illa saman við það, sem hann drottaði að blöðum sjálfstæðismanna. Allir hv. alþm. skildu það, að í mínum ummælum í hans garð voru hvorki stóryrði né illyrði. Sannast sagna svaraði ég honum eins og mér fannst hann hafa til unnið. Ég var ekki eins skáldlegur og hann, en jafnmeinlaus, — ekkert hnjóðsyrði.

Það er ánægjulegur vitnisburður um blöð vor sjálfstæðismanna, að jafnhatrammur og framarlega standandi andstæðingur og þessi hv. þm. er skuli segja það, að þessi orð mínu væru töluð í sama tón og blöð sjálfstæðismanna tala í til andstæðinga sinna. Ég þakka fyrir þessi ummæli, og mér þykir vænt um, að þau skyldu falla frá jafnáberandi stjórnmálagarpi. Ég vona, að hv. þm. geri blöðum vorum sjálfstæðismanna full skil í næstu ræðu sinni og taki aftur það, sem hann hafði áður sagt um þau.

Ég hefi ekki lagt það í vana minn að ráðast á menn að fyrra bragði. Ég hefi varið sjálfan mig, þegar á mig hefir verið ráðizt, en ef einhver synd skyldi á mér hvíla fyrir það, þá er ég a. m. k. flekklaus og syndlaus gagnvart þessum hv. þm. Hann hefir snortið hjarta mitt svo að ég mundi vilja veita honum 200–300 kr. af skáldafé. Án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr hans þingmannshæfileikum, efa ég ekki, að hann hefir svo næma skáldaæð, að hann verðskuldar eins vel 100 kr. skáldastyrk eins og 1000 kr. fyrir að sitja á þingi.