14.03.1935
Neðri deild: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2094 í B-deild Alþingistíðinda. (3027)

83. mál, bráðabirgðaverðtollur

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Eins og kunnugt er, var á síðasta þingi samþ. þáltill. þess efnis, að skora á ríkisstj. að láta rannsaka tollakjör innlends iðnaðar og þeirra iðngreina, sem líklegt er, að gætu þrifizt hér á landi, og leggja fyrir þetta þing till. um breytingar og viðauka á gildandi tollalöggjöf, sem nauðsynlegar eru til að tryggja landsmönnum sem mesta atvinnu og möguleika fyrir auknum iðnaði í landinu. Stj. fór skipulagsnefnd atvinnumála að rannsaka þetta mál og hefir hún samið tvö frv., annað um breyt. á lögum um bráðabirgðaverðtoll og hitt um breyt. á lögum um vörutoll, og afgreitt þau til fjmrn. Hæstv. fjmrh. hefir síðan sem fjhn. Nd. bæði frv., og samkv. þeim eiga tollakjör fyrir innlendan iðnað að vera til muna betri en áður.

Öllum aðiljum, sem um frumvörpin hafa fjallað, kemur saman um höfuðtilgang þeirra; en við í fjhn. lítum svo á, að sumar till. kunni að orka tvímælis, og mun n. athuga þær nánar á milli umr. En þar sem gera má ráð fyrir, að þingheimur sé yfirleitt samþ. tilgangi þessara frv., þá sé ég ekki ástæðu til að ræða þau nánar við l. umræðu. Þau atriði, sem ágreiningi kunna að valda, heyra eftir þingsköpum undir 2. umr.

Nú er vafasamt, til hvaða n. á að vísa frv. Það er flutt af fjhn., og gæti eins vel heyrt undir iðnaðarn. Þess vegna tel ég það ekki fjarri, að frv. verði vísað til iðnaðarn. á milli umr. Ég geri það að till. minni og vænti, að n. hafi ekki miklar tafir á afgreiðslu þess.