26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2096 í B-deild Alþingistíðinda. (3036)

83. mál, bráðabirgðaverðtollur

Sigurður Einarsson:

Við erum þrír, sem eigum brtt. á þskj. 564, og hún er á þá leið, að vissar tollvörutegundir, sem sé kaðlar, færi og fiskilínur, öngultaumar og þorskanet, verði felldar burt úr þeim tollvöruflokki, F-flokki, sem þær eru í eftir ákvæðum frv., og verði settar í G-flokk, sem nær yfir tollfrjálsar vörur. Við flm. þessarar brtt. lítum svo á, að þessir hlutir, sem ég nefndi, séu svo nauðsynlegir fiskimönnum og sjómönnum, að það nái engri átt og sé mjög varhugavert að tolla þessar vörur með svo háum tolli, sem gert er ráð fyrir í F-flokki frv. Það er vitað, að þeir, sem þessar vörur nota, hafa ekki átt við góðan hag að búa undanfarin ár, og það er því ekki nema sanngirnismál, að þessar vörutegundir séu undanþegnar tolli.

Skal ég svo ekki fjölyrða frekar um þetta, en ég vil vænta þess, að hv. deildarm. skilji þá nauðsyn, sem á því er, að hag fiskimanna og sjómanna sé ekki íþyngt með þessum sérstaka tolli.