18.12.1935
Neðri deild: 102. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2113 í B-deild Alþingistíðinda. (3061)

83. mál, bráðabirgðaverðtollur

Jakob Möller [óyfirl.]:

Þetta var nokkurt ágreiningsmál, þegar það var til meðferðar í þessari hv. d., og voru gerðar á því breytingar frá því, sem það var þegar það kom fyrir d. Meðal annars var gerð sú breyting á því, að ýmsar útgerðarvörur voru felldar úr frv., en hv. Ed. hefir sett þær inn aftur. Mér finnst líka rétt, að málið sé afgreitt í n., enda er það vel hægt, því ef samkomulag verður um að afgreiða það óbreytt, þá er tími til þess, þó að það fari til n. Það er að vísu ekki hægt að taka það formlega fyrir, en ef n. er beðin um að athuga það, þá er ég viss um, að hún mun gera það.