21.11.1935
Neðri deild: 79. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2116 í B-deild Alþingistíðinda. (3079)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. (Sigfús Jónsson):

Frv. Þetta er flutt af fjhn. samkvæmt tilmælum hæstv. fjmrh. Fer það fram á að fresta árið 1936 framkvæmd þess ákvæðis l. um útflutningsgjald, að goldinn skuli 1/12 af útflutningsgjaldinu til ræktunarsjóðs Íslands. Samskonar frv. var samþ. á síðasta þingi, svo hér er ekki um neitt nýmæli að ræða, og frv. er fram komið nú vegna þeirra örðugleika, sem útlit er fyrir, að verði á því fyrir ríkissjóð, að greiða þetta á næsta ári. Aftur á móti er ætlazt til, að ríkið útvegi sjóðnum markað fyrir tilsvarandi upphæð í vaxtabréfum hans.