21.11.1935
Neðri deild: 79. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2116 í B-deild Alþingistíðinda. (3081)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Bjarni Ásgeirsson:

Það var samþ. í fyrra heimild lík þessari, sem hér liggur fyrir nú.

Var það eiginlega gert í samráði við stj. Búnaðarbankans með því móti, að ríkisstj. lofaði þá að kaupa af honum ræktunarsjóðsbréf sem þessari upphæð svaraði fyrir fé sjóða, sem hún hefir undir höndum. Nú geri ég ráð fyrir, að það verði mjög hæpið að svipta bankann þessum tekjum nema sama sé gert aftur, að sjá honum fyrir jafnmiklu fé með jarðræktarbréfakaupum. Af því að hæstv. ráðh. er ekki við, vil ég ekki ræða þetta frekar, en ég vildi slá því föstu í þingtíðindunum, að þess væri óskað af mér a. m. k. fyrir hönd bankans, að þetta skilyrði fylgi eins og síðastl. ár, og geri ég ráð fyrir, að það verði skilyrði fyrir því, að ég geti greitt frv. atkv.