19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2155 í B-deild Alþingistíðinda. (3114)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég kvaddi mér hljóðs eiginlega í því skyni að ræða uni þingsköp. Ég hygg nefnilega, að hæstv. forseta sé ekki ætíð kunnugt um, hvernig mál bera að hér í d. Ég er sem sé ekki í vafa um það fyrir mitt leyti, að rétta frv., sem hér er á dagskrá og nú hefir verið tekið til umr., var fellt í hv. Ed. Og þess vegna er að sjálfsögðu alveg ólögleg meðferð á því hér í d. í dag.

Það er alveg rétt, sem hæstv. fjmrh. sagði, að það eru margir annmarkar á frv., og ekki sízt að því er snertir meðferð þess, en ég sé ekki, að það þýði neitt að skjóta þeim annmörkum til úrskurðar hæstv. forseta, af því að hann hefir þegar fellt úrskurð um samskonar atriði í sambandi við annað frv. Þessu frv. var við síðustu umr. í Ed. umsteypt svo gersamlega, og því var gefið nýtt heiti, og mætti því ætla, að eðlilegast væri að vísa því hér frá af þeirri ástæðu. En ég lét hæstv. forseta þegar hafa gefið úrskurð um það áður, og þýðir því ekki að óska eftir því nú.

En um hitt vil ég beiðast úrskurðar hæstv. forseta, hvort hægt sé að taka þetta mál upp hér, sem hefir fallið við atkvgr. í hinni d. Ég hygg, að það sé gagngert brot á þingsköpum. Við atkvgr. í Ed. um þetta frv. fyrir nokkru síðan sögðu 8 þdm. já, 7 nei, en einn þm. greiddi ekki atkv. Hinsvegar var hann ekki krafinn um neinar ástæður fyrir því að sitja hjá atkvgr., og hefir því vafalaust verið atkvæðisbær. Þess vegna hefir ekki verið fullnægt ákvæði þingskapa í 47. gr. 2. mgr., en þar stendur, með leyfi hæstv. forseta:

„Afl atkvæða ræður um úrslit mála og málsatriða, nema öðruvísi sé ákveðið í stjórnarskránni eða þingsköpum (sbr. 26. gr.). En það er afl atkvæða, ef meiri hluti þingmanna þeirra, sem á fundi eru og atkvæðisbærir, gera annaðhvort að játa eða neita“.

Til þess að ályktun sé lögmæt og löglega samþ., þurfa að greiða atkvæði með henni meira en helmingur þeirra þm., sem staddir eru á fundi og eru atkvæðisbærir. Í þetta skipti voru allir þdm. mættir á fundi, og helmingur þeirra, eða ekki nema 8 af 16, greiddu atkv. með frv., svo að samkv. þessari gr. þingskapanna er enginn vafi á því, að frv. var fallið. Og það verður alls ekki tekið upp aftur á þessu þingi. Ég vil því gjarnan mælast til þess, ef hæstv. forseti er við því búinn, að úrskurður verði kveðinn upp um það, áður en lengra er haldið, hvort málið á að ganga áfram og þess vegna segi ég ekki meira um það að svo stöddu.