19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2156 í B-deild Alþingistíðinda. (3115)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (JörB): Hv. 3. þm. Reykv. var svo góður að skýra mér frá því, áður en þessi umr. hófst, að afgreiðslu þessa máls hefði verið svo háttað í Ed. sem hann hefir nú skýrt frá í ræðu sinni. Þó hefir verið einhver mismunur á skilningi forseta deildanna á þeim ákvæðum þingskapa, er að þessu lúta. Ég ætla, að atvik svipað þessu hafi áður borið við í Ed. og mál verið afgr. þar og samþ., sem aðeins hafði hlotið atkv. frá helmingi þdm., eftir því sem mér er tjáð. Og þó að ég ætli ekki að fjölyrða neitt um það, þá hefir náttúrlega sá forseti, sem þá var í d., fellt úrskurð þar um, en ekki ég. - En svo ég víki að afgreiðslu þessa máls, þá það ég trúverðugan manna að athuga um það í dag, mann, sem ég hefi ekki ástæðu til að rengja, og mér er sagt, að frv. hafi verið afgr. frá Ed. með 9:7 atkv. Og hvað sem líður skilningi manna á þessu ákvæði þingskapanna, sem hér var tilgreint, þá mun hér vera fyrir hendi svo skýlaus úrskurður um afgreiðslu þessa frv., einnig samkv. dómi hv. 3. þm. Reykv., að það mun ekki koma að sök.