20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2182 í B-deild Alþingistíðinda. (3140)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (JörB):

Þetta er rétt hjá hv. þm. Borgf., og mér var það ljóst. hvernig háttað væri um uppburð á þessum brtt., sem fyrir liggja. þessir 4 liðir, sem mín brtt. fer fram á að fella niður, koma ekki til atkv., en allir aðrir liðir frvgr. gætu komið til atkv., ef menn óska þess. Því hefi ég heitið. - Nú liggja fyrir brtt. um að fella niður 3 af þessum 4 liðum. Það er því aðeins 12. liðurinn, sem ég legg til, að niður verði felldur umfram það, sem aðrir þm. hafa gert till. um. Að vísu sannar það ekki, að meiri hl. sé fyrir því, þó að nokkrir þm. flytji brtt. með mér um að fella 3 af þessum liðum niður. En ég vildi spara þm. frekara ómak um þessa liði og hefi mínar ástæður fyrir því að haga atkvgr. á þennan veg.