20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2182 í B-deild Alþingistíðinda. (3141)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jakob Möller:

Það er aðeins fyrirspurn. Ef ég tek aftur brtt. mínar á þskj. 896 og fer jafnframt fram á það, að sá liðurinn, sem er í till. hæstv. forseta, verði borinn upp sérstaklega, fæ ég því þá framgengt? (Forseti: Já). Það er ágætt; það var þetta, sem ég átti við Ég kann ekki við að samþ. fyrst brtt. hæstv. forseta og fara svo á eftir að ganga til atkv. um burtfellingu liða. - Þess vegna vil ég heldur taka aftur till. mínar, ef hæstv. forseti vill ganga inn á þetta, að þessir einstöku liðir verði bornir upp sérstaklega.