20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2183 í B-deild Alþingistíðinda. (3142)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (JörB):

Mér hefir sjálfsagt ekki lánazt - og má það vera mín sök - að gera mönnum það skiljanlegt, að alla þá liði, sem liggja fyrir í brtt. og ekki eru niður felldir í minni brtt., hafði ég hugsa mér að bera upp sem brtt við mína brtt. Það er hægt, þegar það er gert með þessu fororði. - Hv. þm. ráða því svo, hvort þeir taka aftur sínar till., en mér finnst þess ekki þörf. - Ég hefi líka látið það í ljós, að ef menn óskuðu þess, að einstakir liðir í minni brtt. væru bornir upp sér, jafnvel þó að ekki lægju fyrir við þá neinar brtt., þá mundi ég gera það. - Þess vegna getur ekki verið ágreiningur um annað en það, að fá ekki sérstaka atkvgr. um þá einstöku liði, sem ég legg til, að niður verði felldar. - En til þess að þreyta ekki umr. um þetta frekar og spara mönnum ómak, þá get ég lýst því yfir, að þessir 4 liðir, sem ég legg til, að niður verði felldir, koma ekki til atkv.