20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2183 í B-deild Alþingistíðinda. (3143)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Mér líkar vel þetta síðasta, að láta ekki ganga til atkv. um þá liði, sem brtt. á þskj. 906 gerir ráð fyrir, að falli burt. En má ég þá leggja til, að hæstv. forseti hagi atkvgr. þannig, að hann beri upp sína brtt. á þskj. 906 hvern lið fyrir sig, þangað til kemur að þeim lið, sem brtt. eru við, og staldra þá við, og séu þær ekki teknar aftur, verður að bera þær upp fyrst, ella liðinn.