20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2183 í B-deild Alþingistíðinda. (3147)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Hannes Jónsson:

Ég get vel skilið þá niðurstöðu sem hér hefir orðið um samkomulag við hæstv. forseta, og ég er ekki hissa á því, að þm. noti sér þetta, en ég skil bara ekki, að slík skipun 5 meðferð mála geti orðið til frambúðar. Með því er verið að brjóta venjulegar þingskapareglur. Ég vil því spyrja hæstv. forseta, hvort honum finnist það ekki óviðfelldnar reglur, sem hér er verði að leiða inn?