20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2183 í B-deild Alþingistíðinda. (3148)

184. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (JörB):

Ég get fallizt á, að menn greiði atkv. um hvern lið fyrir sig, að undanskildum þeim fjórum liðum, sem hægt er að komast hjá að greiða atkv. uni samkv. brtt. minni.

Það er ekki óeðlilegt, að svona komi fyrir, þegar brtt. sníða sundur frumvarpsgreinar, en aðrar eru róttækari og till. þm. komast ekki að, nema vikið sé frá orðalagi, og hér því aðeins um formsatriði að ræða. En annars, þegar innra samband raskast, eftir því sem málefni standa til í hvert sinn, þá gera þingsköp ráð fyrir, að svona komi fyrir, og leggja það á vald forseta að skera úr um slíkt.

Hv. þm. Borgf. vildi heyra frekari ástæður fyrir því, að liðir væru bornir upp hver fyrir sig, en synjað um þessa fjóra liði. Ég hefi gert grein fyrir því og get ekki farið að fjölyrða um það öllu meira.

Þegar frv. kom fyrst fram hér í d., þá var ekki um frestun á framkvæmd laga að ræða, eins og þann hluta, er ræktunarsjóði við kemur. Í Ed. var bætt við frv. margháttuðum brtt., sem að mestu leyti snerust um að fresta framkvæmd laga.

Ég tel, að þegar þetta kom við efni frv., þá var það samkv. venju og ekki sérstaklega athugavert. En í brtt. frá Ed. eru líka önnur málefni, sem ekki er eins ástatt um, og það eru þau, sem heyra undir þessa fjóra liði. Aðaltilgangur með þessum brtt. var náttúrlega sparnaður, og önnur atriði, sem inn í frv. hafa verið felld af þeim mönnum, hafa þeir vonazt til, að til sparnaðar gætu leitt. En þau grípa á annan hátt inn í l. um svipað efni og raska framkvæmd gildandi l. Þetta tel ég vera fjarskylt efni frv. eins og það byrjaði hér í hv. deild. því kann ég ekki við, að þessir liðir, sem ég hefi tilnefnt, kæmu hér ekki undir atkv., aðrir en þeir, sem brtt. mín er við. Og því vil ég ekki, að þeir komi til atkv. hér í deildinni. - Hv. þm. Borgf. má gera hér aths., en það breytir ekki þessari ákvörðun.