19.12.1935
Sameinað þing: 32. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

1. mál, fjárlög 1936

Frsm. 3. kafla (Þorbergur Þorleifsson):

Við þennan 3 kafla fjárl., sem ég hefi framsögu á, eru allmargar brtt., sem að vísu margar tala fyrir sér sjálfar, vegna þess að þær eru teknar upp samkv. nýjum lögum, sem verið er að samþ. í þinginu. Flestar brtt. fjvn. við 16. og 17. gr. eru ýmist til verklegra frumkvæmda eða til almennrar styrktarstarfsemi. og skal ég fara um þær örfáum orðum, eftir þeirri röð, sem þær eru í.

Fyrst er 42. liður. til nýbýla og samvinnutyggða. 180 þús. kr. Er þessi liður tekinn upp með tilliti til frv., sem liggur fyrir þinginu og væntanlega verður að lögum, og skal ég ekki fjölyrða um það.

43. liður er um styrkinn til sandgræðslunnar. N. leggur til, að við þann lið bætist svo hljóðandi aths.: Þar af 3000 kr. upp í kostnað við framkvæmdir til verndar flæðiengjum Sandsbæja í Öxarfirði. Þessar jarðir, sem eru sjö að tölu, hafa orðið fyrir miklum skemmdum á engjum og hefir verið kostað til þess miklu fé að lagfæra þær. Ábúendur sóttu um miklu hærri upphæð til mannvirkis þess, sem þarna, hefir verið gert, en n. sá sér ekki fært að leggja til, að hærri upphæð væri veitt til verksins .n þessu sinni.

44. liður er brtt. við 16. gr. 6. b., um að fella niður aths. um það, að helmingur af tekjum tóbakseinkasölunnar renni til búnaðarbankans. Er þetta lagt til með tilliti til þess, að veitt er til nýbýla sbr. 42. lið þessara brtt., og einnig þess, að önnur skipun er nú komin á um meðferð þessara tekna en áður var.

Þá er 45. liður, um tilbúinn áburð. N. leggur til að styrkur sá lækki úr 45 þús. kr. í 28 þús. kr., og er það vegna þess sparnaðar, sem n. er að reyna að koma fram á ýmsum liðum fjárl., og fannst n. tiltækilegt að lækka þennan lið.

46. liðurinn er um tvær nýjar upphæðir, sem n. hefir tekið upp vegna nýrra laga frá þessu þingi, og þarf ekki að fjölyrða um þennan lið fremur en aðra slíka.

47. liðurinn er till. um tvær nýjar fjárveitingar, til ræktunarvegar í Vestmannaeyjum, 6 þús. kr., og til Halldórs Pálssonar til fjárræktarnáms, 1000 kr. Ég minntist á fyrra liðinn við 2. umr. Þá var að vísu ekki gert ráð fyrir nema 5 þús. kr. Halldór Pálsson, sem er stúdent, stundar háskólanám í fjárrækt í Englandi. Hefir hann áður notið styrks úr ríkissjóði og yrði þetta væntanlega lokastyrkur.

48. brtt. er líka tveir nýir liðir. Fyrri liðurinn er um 2 þús. kr. styrk handa læknaskólakandídat til þess að stunda dýralækningar erlendis. N. hefir tekið þetta upp samkv. till. landlæknis. Færði hann allskýr rök fyrir því. að mikil nauðsyn væri til að hafa hér á landi vísindalega menntaðan dýralækni, sem einnig væri mannalæknir, vegna hins mikla sambands, sem væri milli sjúkdóma manna og dýra. — Þá er hinn liðurinn, sem er um dálitla upphæð til að styrkja bónda einn í Húnavatnssýslu, Ágúst Jónsson, til að kaupa smásjá. Þetta er maður, sem hefir mikinn áhuga fyrir því að verða að liði við rannsókn á húsdýrasjúkdómum þeim, er steðja að landbúnaðinum. Maður þessi hefir verið hjá Dungal við þessar rannsóknir, og n. áleit, að rétt væri að veita honum þennan umbeðna styrk.

Þá er hér nýr liður til jöklarannsókna, 4 þús. kr. Hefir sænskt félag ákveðið að stofna til vísindaleiðangurs til að rannsaka íslenzka jökla, og fannst fjvn. það tæplega vansalaust, að ríkið legði ekkert til þessa leiðangurs. Eins og kunnugt er, hafa þeir, sem rannsakað hafa jökla og óbyggðir landsins, flestir verið útlendir menn, en Íslendingar hafa þar sjaldan komið nærri til hjálpar. Þótti fjvn. ekki nema vel til fallið, að ríkissjóður tæki nú lítinn þátt í þessum rannsóknum.

Þá er 50. liður um Fiskifélagið. hefir ekki séð sér fært að taka endanlega afstöðu til hennar. — Ég skal geta þess, að það liggur fyrir brtt. við þennan lið frá hv. þm. Borgf., en n. hefir ekki enn tekið afstöðu til þess, hvort hún fellst á þá brtt., en ég mun gera grein fyrir því, þegar hann hefir talað fyrir henni.

Þá er 51. brtt., nýr liður. Það er að vísu orðað svo: „Til Helgu Thorlacius, til að útbreiða þekkingu á íslenzkum nytjajurtum“. En það er leiðrétt á þskj. 895, þannig að liðurinn skal orðast svo: Til Helgu Thorlacius, í viðurkenningarskyni fyrir að útbreiða þekkingu á íslenzkum nytjajurtum. — Þessi kona hefir unnið mikið að því á ýmsan hátt að útbreiða þekkingu á íslenzkum jurtum og auka áhuga almennings fyrir því að nota þær til ætis meira en gert hefir verið. N. finnst þetta svo merkilegt starf, að hún sér sér ekki annað fært en að mæla með því, að þessi kona fái ofurlitla fjárupphæð, þ. e. a. s. 500 kr., í viðurkenningarskyni fyrir starf sitt.

52. brtt. er til mæðrastyrksnefndar. Það er nefnd með sjálfboðaliðum, sem unnið hefir að því að hjálpa bágstoddum mæðrum, giftum og ógiftum, og unnið þarft og gott vert. Og leggur n. til, að veittar verði 2 þús. kr. til þeirrar starfsemi.

53. brtt. fer fram á að hækka styrkinn til mjólkurbúa um 22 þús. kr. Þetta er aðeins leiðréttingartill., vegna þess að það hefir komið í ljós, að það er meira, sem þarf að leggja til þeirra mála heldur en n. athugaði, þegar hún tók þetta upp við 2. umr.

Þá er 54. brtt., nýr liður, til alþýðutrygginga, kr. 410 þús., sem er tekin upp samkv. hinni nýju löggjöf, sem hér er í uppsiglingu og væntanlega kemur til framkvæmda að allmiklu leyti þegar á næsta ári.

55. brtt. er um að lækka framlagið til sjúkrasamlaga um nokkra upphæð. Þessi liður fellur væntanlega alveg niður, þegar hin nýja tryggingarlöggjöf kemur fullkomlega til framkvæmda, en þar sem ekki er búizt við því, að það geti orðið að öllu leyti á næsta ári, þá hefir n. komið sér saman um að láta standa eftir 10 þús. kr. til sjúkrasamlaganna. En tillagið til ellistyrktarsjóðanna hefir n. aftur á móti lagt til, að verði fellt alveg niður með 56. brtt., þar sem þeir renna inn í þessa nýju löggjöf.

57. brtt. fer fram á að lækka eftirlaun, sem n. hefir ákveðið að leggja til, að tekin yrðu upp til Sigurðar Thoroddsens, um 4 þús. kr., og er það vegna þess, að n. hefir nú fengið upplýsingar um það, að hann hefir notið meiri lögboðinna ellilauna heldur en n. hafði búizt við.

Þá leggur n. til með 58. brtt., að Guðfinna Jensdóttir prestsekkja fái ofurlitla hækkun, sem sé úr 183.04 upp í kr. 300.00.

59. brtt. er um að orða fyrirsögn g-liðar 18. gr. frv. þannig, að í staðinn fyrir „Rithöfundar“ komi Rithöfundar og listamenn. N. leggur sem sagt til, að í þessa gr. verði tekinn einn listamaður. Það má að vísu segja, að rithöfundar séu listamenn, en það er ekki venjulega orðað þannig. A. m. k. sá n. sér ekki fært að taka þennan málara, sem ekki er rithöfundur, upp í þessa gr. án þess að breyta fyrirsögn hennar.

60. brtt. er um að taka upp í 18. gr. fjárl. þennan málara, sem ég gat um áðan, Jón Stefánsson, og Odd Oddsson, þjóðkunnan þjóðsagnasafnara og rithöfund.

Þá eru 61. og 62. brtt. um það, að 2 liðir í 18. gr. skuli falla niður, vegna þess að þeir liðir eiga við persónur, sem hafa látizt á árinu.

Í 63. brtt. er lagt til, að teknir séu upp nokkrir nýir liðir, til: Jónatans Jónssonar vitavarðar, Kolbeins Kristinssonar, Tómasar Gunnarssonar fiskimatsmanns, Helga Árnasonar fyrrv. safnahúsvarðar og Einars Markússonar fyrrv. ríkisbókara. Þessir menn eru allir teknir upp með sömu rökum og aðrir, sem í þennan lið fjárl. hafa verið teknir.

Þá hefir n. lagt til, að teknar séu upp nokkrar nýjar ábyrgðarheimildir. Og er þá fyrst heimild til að ábyrgjast allt að 30 þús. kr. lán fyrir Ísafjarðarkaupstað. Í till. n. stendur: „til greiðslu skuldar vegna hafnargerðar.“ En ég skal geta þess, að hér hefir slæðzt inn villa, og mun n. bera fram brtt. um það, að í staðinn fyrir: „til greiðslu skuldar vegna hafnargerðar“ komi: til greiðslu lausaskulda bæjarins. — Um þessar ábyrgðarheimildir yfirleitt þarf ég ekki að fjölyrða. Þær eru allar teknar upp vegna brýnna nauðsynja viðkomandi bæjar- og sveitarfélaga, og gildir yfirleitt það sama um þær allar. — Önnur ábyrgðarheimildin er um að ábyrgjast fyrir Hólshrepp í Norður-Ísafjarðarsýslu 30 þús. kr. lán til viðgerðar á brimbrjótnum í Bolungavík. Hv. 6. landsk. minntist á þessa ábyrgðarheimild í sinni framsöguræðu, og þarf ég því ekki að fjölyrða um hana meir. — Þá er ábyrgðarheimild fyrir Stokkseyrarhrepp, til greiðslu ógoldinna vinnulauna vegna bryggjugerðar, allt að 3500.00. — Þar næst kemur heimili til að ábyrgjast fyrir tunnuverksmiðju Siglufjarðar allt að 150 þús. kr. rekstrarlán, gegn tryggingu, sem stj. metur gildar. Ég skal geta þess, að þarna vantar inn í, og mun n. flytja brtt. um það, áður en gengið verður til atkv., að bætt verði við, að Siglufjarðarkaupstaður ábyrgist þetta lán ásamt öðrum þeim tryggingum, sem stj. metur gildar, enda sé lánið greitt að fullu fyrir áramót. —við 2. umr. minntist ég nokkuð á ábyrgðarheimild fyrir Akureyrarkaupstað viðvíkjandi tunnuverksmiðju þar. N. hafði ætlazt til, að það gæti orðið 200 þús. kr. ábyrgð, en till. var tekin aftur til 3. umr., og þar sem þessi heimild fyrir Siglufjörð hefir bætzt við, þá hefir n. ekki séð sér fært að fara eins hátt og hún hafði upphaflega hugsað sér, og færði þess vegna þá heimild niður í 150 þús. kr., svo hún er nú jöfn heimildinni fyrir tunnuverksmiðju Siglufjarðar. N. fannst það ekki fært að gera upp á milli þessara fyrirtækja, sem starfa algerlega að því sama. En það gildir vitanlega það sama um ábyrgðina fyrir tunnuverksmiðju Akureyrar, að inn í verður að bætast, að Akureyrarkaupstaður verði að ábyrgjast þetta lán ásamt öðrum þeim tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar. — Þá er heimild til þess að ábyrgjast allt að 15 þús. kr. lán til vatnsveitu í Dalvík, gegn tryggingu, er stj. metur gildar. — Einnig leggur n. til, að heimilt sé að endurgreiða toll af vínanda, sem fluttur er inn og notaður er til sútunar á skinnum til fatnaðar, og undanþiggja þann vínanda álagningu. Einnig að heimilt sé að undanþiggja aðflutningsgjöldum 4 þús. eintök af steinprentuðum myndum, sem nokkrir menn í Reykjavík hafa látið gera eftir andlitsmyndum Jóhannesar Kjarvals málara. — Þá er heimild fyrir stj. að leggja fram á næstu 5 árum allt að 10 þús. kr. til kaupa á bókasafni Tryggva Þórhallssonar, handa Reykholtsskóla, gegn 5 þús. kr. framlagi frá skólanum sjálfum. Þetta bókasafn er mikið og merkilegt, og n. fannst eftir öllum atvikum það vera vel til fallið að heimila stj. að gera þessi kaup. — Þá er lítil heimild til að endurgreiða tolla, 150 kr., af hljóðfæri, harmoniku, sem blindur maður hefir keypt sér og notar sér til lífsframfæris. Þessi blindi maður getur séð fyrir sér með þessu hljóðfæri, og þess vegna fannst n. það sjálfsagt, að þessi tollur yrði endurgreiddur. — Þá vill n. heimila að kaupa jarðirnar Keldudal, Álftagróf og Holt í Mýrdal, sem sæta ágangi Hafursár vegna fyrirhleðslu, sem vegamálastjórnin hefir látið gera þar, og liggja þær undir skemmdum. Þar sem þetta er að l. bótaskylt, og hætt er við, að sú upphæð, sem þyrfti að verja til bóta á þessum spjöllum, yrði allmikil, þá áleit n. það hyggilegt að heimila ríkisstj. að kaupa þessar jarðir. — Þá vill n. heimila að verja af tekjum landssímans allt að 5 þús. kr. til þess að smíða talstöðvar til að leigja íbúum um afskekktra eyja á Breiðafirði. Það er vitanlegt um þessar eyjar, að þær eru útilokaðar frá öllu símasambandi, og þess vegna er það ekki nema sanngjarnt, þegar litið er til hinna miklu framlaga, sem ríkið hefir lagt til símalagninga víðsvegar um landið, að það hjálpi líka þessum eyjum til þess að komast í samband við umheiminn. — Þá er á þskj. 895 heimild um að ábyrgjast 18 þús. kr. lán til vatnsveitu í Skagastrandarkauptúni, gegn tryggingu, er stj. metur gilda. Það er sama um þessa ábyrgðarheimild að segja og hinar, að hún er tekin upp vegna þeirrar nauðsynjar, sem fyrir hendi er á staðnum. — Þá leggur n. til. að heimilt sé að endurgreiða úr lífeyrissjóðum barnakennara og embættismönnum nokkrum mönnum það fé, sem þeir hafa lagt í sjóðina: Páli Kr. Pálssyni fyrrv. póstmanni í Reykjavík, Jónasi Hallgrímssyni fyrrv. póstmanni í Reykjavík, Gunnari Benediktssyni fyrrv. presti, Magnúsi Jónssyni fyrrv. kennara í Skógi á Rauðasandi, Þóri Tryggvasyni fyrrv. kennara í Reykjavík, Guðgeir Jóhannssyni fyrrv. kennara á Eiðum, Valdimar Sveinbjörnssyni kennara í Reykjavík, Gunnari A. Jóhannessyni fyrrv. kennara á Ísafirði, og Sólveigu Albertsdóttur fyrrv. kennslukonu á Patreksfirði. Það hefir áður verið gengið út á þá braut að endurgreiða mönnum það fé, sem þeir hafa lagt í þessa sjóði, þegar þeir hafa ekki lengur samkv. l. átt rétt til þessara sjóða, og virðist öll sanngirni mæla með því, að það sé gert. Og þó það kæmi til tals í n. að gera um þetta till., sem færi í aðra átt, þá komst það ekki til framkvæmda. En vegna fordæmisins, sem búið er að gefa um þetta, þá vildi n. ekki hægja þessum mönnum frá því að geta fengið þetta endurgreitt.

Þá leggur n. einnig til, að stjórn Búnaðarbankans sé heimilt að greiða frú Önnu Klemensdóttur, ekkju Tryggva heitins Þórhallssonar bankastjóra, 25% af launum aðalbankastjóra Búnaðarbankans og dýrtíðaruppbót að auki, — og einnig, að stjórn sama banka sé heimilt að greiða frú Aðalbjörgu Albertsdóttur, ekkju Þorsteins Sigurgeirssonar bankagjaldkera, 1000 kr.

Ég held, að ég hafi þá með örfáum orðum minnzt á allar þær brtt., sem heyra undir þennsn kafla fjárl., sem ég er frsm. fyrir. En um þær brtt., sem hér liggja fyrir frá einstökum þm., vil ég ekkert segja að svo stöddu, fyrr en þeir eru búnir að tala fyrir þeim.