21.12.1935
Efri deild: 101. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2203 í B-deild Alþingistíðinda. (3187)

190. mál, málning úr íslenzkum hráefnum

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Vegna fyrirspurnar hv. 1. þm. Reykv. um það, hvort ákvæði þessa frv., ef að l. verður, útiloki, að aðrir en þeir, sem veitt verður sérleyfi með þessum l. til þess að vinna málningu úr íslenzkum hráefnum, megi flytja út slík efni óunnin, skal ég taka það fram, að ég tel, að þó að þetta einkaleyfi verði veitt, þá sé jafnheimilt hverjum sem er að flytja þessi efni út óunnin og selja þau þangað.