16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2241 í B-deild Alþingistíðinda. (3228)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Ég skil ekki, að hv. þm. Vestm. hafi ástæðu til að segja, að ég vilji beita við hann harðneskju, þó að ég beini þeirri ósk til hæstv. forseta, að hv. þm. fái að halda sína löngu ræðu hér í þd. í kveldfundi, og jafnvel til kl. 9 í fyrramálið. (JakM: Harðneskjunni var beint gegn Sjálfstfl., út af flokksfundartíma hans). — En það hefir hvað eftir annað verið talað um flokksfundi sjálfstæðismanna, sem yrði að taka tillit til. Ég mun við síðara tækifæri benda á, hversu vel það hefir gefizt, þegar svo áliðið er orðið þings, að hafa ekki næturfundi, og mörg mikilsverð mál liggja fyrir, sem nauðsynlegt er, að nái samþ. þingsins.

Sérstaklega er það, þegar sjálfstæðismenn beita þeim ritum, til þess að hefta framgang mála, að þegar þeir geta ekki fellt mál, þá reyna þeir að hindra framgang mála með því að greiða ekki atkv.