16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2242 í B-deild Alþingistíðinda. (3229)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Thor Thors [óyfirl.]:

Ég vildi aðeins benda á, að Sjálfstfl. er ómögulegt að hafa flokksfundi meðan deildarfundir eru, en stjórnarfl. er það hinsvegar kleift, og það hefir oft komið fyrir, að jafnaðarmenn hafa allir verið á flokksfundi meðan deildarfundir hafa verið.

Þeir eru vanir því að hlaupa burt úr d., meðan umr. standa yfir, en hinsvegar verða andstöðuflokkarnir að vera við umr., a. m. k. svo margir af stjórnarandstæðingum, að ómögulegt er að halda flokksfundi. Þess vegna er því ekki hægt að jafna saman.

Hæstv. forseti beindi því til mín, hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi um greiðan framgang málsins á morgun. Það er nú ekki hægt að kalla saman fund í einni svipan til þess að ræða um það. Ég hafði kvatt mér hljóðs í þessu máli, en skal falla frá orðinu við þessa umr., ef hæstv. forseta nægir það.