16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2242 í B-deild Alþingistíðinda. (3231)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Forseti (JörB):

Það eru mjög andstæð öfl, sem hér stríðast á. Það er eins og tvö samkynja segulskaut komi nærri hvort öðru. Það er þess vegna ekki hægt að gera báðum fullkomlega til geðs. Ég mun því taka til úrskurðar, án þess þó að sjálfsögðu að gera mönnum fullkomlega til hæfis, en í þetta sinn mun ég láta það standa, sem ég hefi sagt við sjálfstæðismenn, að þeir fái þetta kvöld til sinna fundahalda, en ég geri það í trausti þess, að þeir fremur en hitt tefji ekki framgang þessa máls og annara mála, sem í ráði er, að nái fram að ganga og á dagskrá eru.

Verður því frv. til l. um ferðaskrifstofu ríkisins tekið út af dagskrá og umr. frestað.