20.12.1935
Sameinað þing: 33. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

1. mál, fjárlög 1936

Jónas Jónsson [óyfirl.]:

Út af ræðu hv. 1. þm. Skagf. sérstaklega og út af fjárl. í heild sinni vildi ég segja nokkur orð, þó ég sé eigi frsm.

Hv. 1. þm. Skagf. lýsti fyrir sitt leyti skoðun sinni á störfum fjvn., erum við þar sammála um margt, en þó ekki um allt. Ég get fyrst tekið það fram, að n. hefir starfað á nokkuð óvenjulega hátt. Af því þingið hefir verið svo langt og af því að slá varð nokkuð inn á nýjar leiðir, þá hefir n. haft miklu fleiri fundi og lagt á sig miklu meiri vinnu heldur en venja er til. Og mér virðist, að þegar litið er yfir þennan langa starfstíma, þá megi lýsa starfi n. á þann hátt, að hún hafi komið sér saman um eins mikið eins og skynsamlegt var að búast við, að hann gæti komið sér saman um. Þau atriði voru, eins og eðlilegt er, miklu fleiri, sem hægt var að vera einhuga um, heldur en hin, sem ekki varð um samkomulag. Það, sem n. vann að yfirleitt af alvöru allan tímann, var hið almenna viðhorf fjárl., sem allir nm. voru frá því fyrsta til hins síðasta nokkurnveginn samdóma um, hvernig ætti að taka á. Að síðustu kom aftur á móti fram það, sem ómögulegt var að gera ráð fyrir, að hægt væri að ná samkomulagi um, viðhorf þeirra, sem eru með stj., og þeirra, sem eru á móti henni, því þar er um nokkuð djúptækan skoðanamun að ræða hér á landi, þar sem tveir umbótaflokkar standa að núv. stj. og hennar starfi, en á móti henni er aftur aðallega einn flokkur, getur maður sagt, sem hét áður íhaldsflokkur, en af praktískum ástæðum í sambandi við það, að hann fékk inn í sig tvo menn, breytti um nafn. Hann hætti að kalla sig íhaldsflokk og tók upp annað nafn, sem ekki setti lit á hann á sama hátt, en vitanlega breytti flokkurinn ekki eðli sinn á nokkurn hátt, þótt inn í hann kæmu tveir menn, sem kunnu betur við annað nafn. Þess vegna er það ósamræmi, sem hv. 1. þm. Skagf. lagði áherzlu á, að komið hefði fram einkum í því. sem kalla mætti hið stærra, þó lítið reyndi á þá skiptingu, aðeins hin eðlilega afleiðing af skoðanamun stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga.

Ef sá flokkur, sem hv. 1. þm. Skagf. tilheyrir, með sinni undirdeild — sem ég vil ekki telja að hafi neina beina sérstöðu, heldur standi í raun og veru í svipuðu hlutfalli við Sjálfstfl. eins og tunglið við jörðina, fylgir sínum móðurhnetti án þess að geta gert mikið að sjálfstæðu lífi — hefði verið í meiri hluta eftir síðustu kosningar, þá er fullvíst, að þau mál, sem telja má aðalnýmæli þessa þings, hefðu ekki verið hreyfð. Það hefði yfirleitt ekki komið til mála að leggja fé til landnáms í sveitum eða í alþýðutryggingar. Og á sama hátt er fullvíst, að mestu hitamál þingsins í fyrra, skipulagning afurðasölunnar innanlands, hefðu heldur ekki verið breytti. Það sést á því, hvernig aðstöðu þeir menn, sem nú eru í stjórnarandstöðu, höfðu á árunum 1932–1934 án þess nokkur forganga væri af hálfu þáv. stj., hvorki í hinum stóru áhugamálum síðasta þings eða þessa þings. Hinsvegar komu þeir tveir flokkar, sem nú mynda stj., sér saman um opinheran samning um það árið 1934, að þeir skyldu vinna saman að þessum málum. Það var meira að segja tímabundið, þannig að í samningunum var gert ráð fyrir, að þau mál, sem samþ. voru í Ed. í gær, tryggingarnar og samvinnubyggðirnar, skyldu einmitt verða samþ. á þingi yfirstandandi árs. Auðvitað er vel hægt að hugsa sér, að það hefðu getað verið þær ástæður í landinu, að stórnarflokkarnir hefðu að einhverju leyti orðið að endurskoða þessa samninga, en það lá ekki fyrir, að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu nú. Undrunin, sem hv. 1. þm.

Skagf. lýsti yfir því, þegar þessi mál komu fram, er e. t. v. eðlileg að því leyti, að þeim, sem eru á móti slíkum málum, getur vitanlega gleymzt það, sem um þau hefir verið sagt, þegar þeir hafa það ekki ávallt fyrir sér, en allir, sem lesið hafa samning stjórnarflokkanna, vissu, að þeir voru bundnir við að koma þessum málum fram nú, ef þeir breyttu ekki samningnum. Og jafnreyndir þm. eins og hv. 1. þm. Skagf. er, hlutu að vita, að ef málin áttu að komast fram, hlaut það að kosta peninga. Þá voru tveir kostir fyrir hendi, að leggja á nýja skatta, eða gera niðurskurð það kröftugri en þann, sem framkvæmdur hefir verið, að hann einn nægði til að halda jafnvæginu milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Ríkisstj. komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að skera niður hin venjulegu útgjöld fjárl. það mikið, að tekjurnar hrykkju einnig fyrir hinum nýju útgjöldum, og því lagði hún til við fjvn., sem hefir slík mál með höndum, en ekki fjvn., að taka upp þá skatta, sem umræddum málum fylgja. Hinsvegar kemur það vitanlega stjórnarandstæðingum einum við, hvort þeir reikna með því, að stjórnarflokkarnir haldi sér við sín plön.

Raunar skildist mér hv. 1. þm. Skagf. vilja segja, að allir væru sammála um, að hin normölu útgjöld fjárl. væru of há. Það er rétt, og því hefi ég haldið fram bæði í n. og blaðaskrifum, og mun ég koma nokkuð að því síðar, að ég álít þau vera það enn. En það útilokar alls ekki, að komið geti fram einhverjir hlutir, sem einhverjir menn eða flokkar álíta svo nauðsynlega, að það verði að gera þá. Ég get tekið dæmi úr reynslu hv. 1. þm. Skagf. sjálfs sem ráðh. Haustið 1932 urðu hér óeirðir nokkrar í bænum út af kaupgjaldsspursmáli, þannig að stj. fannst ekki verða hjá því komizt að auka lögregluna. Sú ráðstöfun mun þó hafa kostað allmikið fé. Ég efast ekki um, að hv. 1. þm. Skagf. hefði ekki undir neinum kringumstæðum óskað eftir að þurfa að leggja í þennan aukna kostnað, vegna fjármálaafkomu þjóðarinnar. En hann mun hafa litið svo á, að þörfin á auknum ráðstöfunum til þess að vernda líf mg eignir borguranna væri svo rík, að hætta yrði á að fá þær gerðar, jafnvel milli þinga, heldur en að láta reka á reiðanum. Þess vegna veit ég, að hv. 1. þm. Skagf. og þeir, sem líta á málin eins og hann, geta vel skilið, að framkvæmdir eins og alþýðutryggingar og samvinnubyggðir þurfa ekki að vera í neinu ósamræmi við almennan sparnað. Hv. 1. þm. Skagf. hét fram árið 1932 því, sem fyrirrennari hans var búinn að undirbúa, að draga úr kostnaðinum við landhelgisgæzluna. Hann lét skipin liggja um sumarið, og var það sparnaðarráðstöfun, sem vítt var af ýmsum. En stj. tók þarna það ráð að spara á landhelgisgæzlunni, af því hún vildi spara, en jafnframt eyddi hún í varalögreglu, af því hún áleit það óhjákvæmilegt. Þannig fara einnig saman þau tvö eðlilegu viðhorf hjá okkur í meiri hl., að við viljum spara þar, sem hægt er að spara, en eyða þar, sem við álitum ekki hægt að komast hjá því. Í sambandi við þetta get ég bent hv. 1. þm.

Skagf. á það, að þó ég sé ekki þm. Skagf., þá höfum við verið samdóma um svo að segja allt. sem hann hefir flutt ber á þingi til framfara fyrir sitt hérað nú og í fyrra. En skoðanir okkar um það að hjálpa þessu héraði til þess að fá þetta eða hitt hafa verið mjög fordæmdar af mörgum hér á þingi. Það hefir t. d. verið sagt, að það væri vitleysa að hugsa sér að leggja út í að gera höfn á Sauðárkróki nú; ekki af því, að það væri ekki gott í sjálfu sér, það væri bara ekki tími til þess nú. Svipað er að segja um aðrar hafnarbætur. Það hafa t. d. margir verið óánægðir yfir því, að það skyldi vera byggð bátahöfn á Ísafirði. Menn segja, að þetta sé bezta höfn á landinu, og í hana er búið að setja 400 þús. kr. Hv. 1. þm. Skagf. veit vel, að flokkur hans og Alþfl. bundu sig í því máli með áskorun milli þinga, þó hann sé nú, að ég hygg, óánægður yfir því þegar ríkissjóður þarf að fara að greiða kostnaðinn. En svona eru hlutirnir, sömu mennirnir vilja spara og eyða, mönnum kemur bara ekki saman um, hvernig á að fara að því. Ég get hent hv. þm. á það, að hans flokksbræður, án þess ég sé nokkuð að ásaka þá fyrir það, langaði mjög mikið í ýmiskonar eyðslu, sem þeir töldu réttmæta. Hv. þm. Vestm. hefði t. d. mjög óskað eftir, að hægt hefði verið að fá 90 þús. kr. í þessum fjárl. til hafnarinnar þar. Fyrir slíkum till. eru ýms rök, meira og minna sterk. svo það er ekki annað en fjárhagsástæður landsins, sem getur hindrað menn í að greiða þeim atkv. Þess vegna er enginn grundvöllur undir ásökunum hv. frsm. minni hl., því jafnvel sá flokkur, sem hét íhaldsflokkur og hefir væntanlega enn meira íhaldseðli en stjórnarflokkarnir. er með sínar eyðslukröfur samhliða því sem hann vill spara almenn útgjöld ríkissjóðs. Og þær kröfur eru það stórtækar og hvetjandi fyrir aðra til að ganga í sömu átt, að það er enga línu hægt að draga milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna í því efni. Það er aðeins sá munur, að stjórnarandstæðingar hafa vissa hluti, sem þeir vilja eyða í, og stjórnarsinnar vissa hluti aðra, sem þeir vilja eyða í.

Ég býst við, að hv. 1. þm. Skagf. taki hér til máls aftur, og af því mér finnst það skipta máli, vil ég benda honum á, ef honum þykir með öllu óviðurkvæmilegt að hækka skatta á vissum hlutum — ég er ekki viss um, að hann sé svo mikið á móti benzínskattinum, hans flokkur hefir a. m. k. ekki verið það áður. en við getum t. d. tekið hátekjuskattinn —, að hér í bænum, þar sem hans flokkur er í meiri hl., er stöðugt lagður á hærri og hærri hátekjuskattur sem er útsvörin. Ég óska eftir, að hv. þm. útskýri það, hvernig hann getur áfellt núv. stj. og þingmeirihluta, þó skattar séu hækkaðir nokkuð, úr því hans eigin menn, sem bera ábyrgð á stjórn Reykjavíkur, ekki aðeins nú í ár, heldur ár eftir ár, hækka stöðugt skattana í bænum, án þess þó að leggja í sérstakar framkvæmdir á sama hátt og ríkið. Því það er ómögulegt að neita því, ef litið er yfir framkvæmdir Reykjavíkurbæjar og framkvæmdir ríkisins, að þær eru næsta ólíkar. Ég man ekki eftir, að Reykjavíkurbær hafi eina einustu framkvæmd, sem verulegu máli skiptir, á dagskrá sinni nú. Engar áberandi framkvæmdir a. m. k., sem sambærilegar eru t. d. við vegagerðir ríkisins úti um allt land; sérstaklega þá nýjung, sem nú á að taka upp í sambandi við benzínskattinn, að hrinda á stað tveimur nýjum þáttum í okkar vegamálum, annarsvegar malbikun eða steinsteypu mest förnu veganna hér á landi, sem aldrei hefir verið lagt út í fyrri, hinsvegar byggingu stærsta og alnauðsynlegasta vegar á landinu, vetrarvegarins austur, þessa öryggisvegar milli Suðurlandsundirlendisins og Reykjavíkur. Meira að segja, þó að lítið hafi verið gert að byggingum, þá hefir þingið styrkt tvær skólabyggingar, aðra í Eyjafirði og hina í Hafnarfirði, fyrir utan það, sem það styrkir nokkrar minni barnaskólabyggingar. En Reykjavík byggir ekki eitt einasta hús, — og á þó engin hús, — ekki spítala, ekki gagnfræðaskóla, ekki gamalmennahæli eða barnahæli, svo að teknir séu til dæmis örfáir hlutir, sem allir almennilegir bæir eiga til. Þetta er ákaflega leiðinlegt. ef hv. 1. þm. Skagf. getur ekki útskýrt, hvers vegna hans flokksbræður hækka stöðugt gjöldin í Reykjavík, með báðum þeim aðferðum, sem stjórnarflokkarnir leggja til á Alþingi, viðskiptagjaldinu og hátekjuskattinum. Reykjavík hækkar útgjöldin stöðugt, bæði á fátæklingunum með nefskatti og á efnamönnunum, eins og gert er með hátekjuskattinum.

Ég hefi gert grein fyrir því, sem hv. 1. þm. Skagf. gerði að umræðuefni, að það væri ósamræmi hjá stjórnarliðinu að vinna að sparnaði og leggja í nýja eyðslu, sem hér er um að ræðu.

Þá er eitt atriði og gagnrýni hv. þm. á starfi fjvn., en það er sú till., sem kom þar til orða, og sem ég áleit koma til mála að setja í fjárlögin, en hvarf síðan frá, eftir að fengnar voru nýjar upplýsingar, að sett yrði inn núna, vegna þess að það væri eiginlega ekki hægt að ákveða um það nú sem stendur. Mér var þá ekki kunnugt það, sem þeir Páll Zóphóníasson og Jón Árnason upplýstu, að það hefði orðið nokkuð öðruvísi kjötsalan en í fyrra. Og þessir menn, sem standa hvor fyrir sinni deild, annar fyrir sölu á frosnu kjöti og saltkjöti erlendis en hinn fyrir sölunni innanlands, álitu hitt óheppilegt. Í þessu efni fer ég þannig að, sem ég hygg, að flestir þm. myndu gera, að ef ég fæ nýjar upplýsingar, þá geri ég ekki málinu ógagn með því að taka það fyrir strax, meðan það er óundirbúið. Ekki sízt í fjvn. verður hver maður að fara þannig að, að taka nýjum upplýsingum og seinka eða flýta málunum eftir því, hvort það er til bóta eða ekki.

T. d. má taka, að eftir upplýsingum frá fjármálastjórninni, þá hallaðist n. að vissum áætlunum um suma tekjuliði í vetur, en eftir breyttar upplýsingar frá Spáni og annarsstaðar frá urðum við að treysta sjónarmiði okkar. Í staðinn fyrir að hafa getað fram að þessu fengið greitt í reiðum peningum frá Ítalíu það, sem keypt var fram yfir, þá komu þær fréttir, að við gætum ekki treyst á annað en vöruskipti þar. (MG: Ég man ekki, að þetta kæmi fyrir í fjvn.). Ég veit ekki, hvort hv. 1. þm. Skagf. hefir verið viðstaddur, en við vissum þetta í stjórnarflokkunum, og ég skýrði frá því í n. og samtalinu við Hálfdán frá Steinnesi. Það getur verið. að hv. þm. hafi ekki verið við. En þetta var a. m. k. ákvarðandi fyrir mig. Og við í meiri hl. breyttum því um vissa liði frá því á vetrarþinginu snemma og þangað til nú, eftir þessum upplýsingum, sem við fengum. Á sama hátt breytti ég viðhorfi um að setja ekki inn í fjárl. þessa kjötuppbót nú, til að vita, hvort salan reyndist ekki betri, hvort það gæti ekki viljað til, að frosna kjötið seldist betur en hægt er að hafa upp úr kjötinu á markaðinum innanlands. Ég veit, að hv. 1. þm. Skagf. skilur, að það gætu komið fyrir þar ástæður, að það hafi þýðingu, hvernig slík till. er orðuð. Þetta var það atriði, sem hv. þm. sérstaklega gagnrýndi sem verandi óskynsamlegt í vinnubrögðum n.

Þá er hinn þátturinn, þar sem við allir í n. höfum unnið saman og við hyggjum allir, að við höfum unnið gott og gagnlegt verk, þó ég játi, að þar þurfi að halda áfram. Ég tók það fram, að sú vinna, sem við lögðum í niðurskurð, var mjög mikil, og við leggjum til, að hann verði um eina millj. kr. Það fer nokkuð eftir atkvgr. í dag, hvað mikill hann verður. En jafnvel þó sumt af þeim till., sem við komum með, verði ekki samþ. hér, eins og t. d. um barnaskólana, þá eru það afarmikil framtíðarmál í sparnaðarátt, sem verður að leysa á næstu þingum eftir sömu línu og n. hefir lagt.

Að okkur úr þrem ósamstæðum flokkum tókst að koma okkur saman um þessa millj. kr. lækkun, það er ekki aðeina til hrósa fyrir okkur, heldur fyrir flokkana. sem við vorum fulltrúar fyrir, og til hross fyrir þingið, því að þetta starf er bergmál af því, sem þingflokkarnir vildu.

Ég álít þessa byrjun — ég vil ekki kalla þetta niðurskurð eingöngu, heldur var það byrjun á því, sem kalla má, reyndar með fremur leiðu orði, endurskipulagning., — ég álít þetta það merkilegasta, sem þingið hefir slegið inn á. merkilegra en frv., sem samþ. voru í gær. Fjvn. er hér í umboði þingflokkanna byrjuð að ganga krítiskt að eldri ákvörðunum þings og þjóðar, sem byggðust á varanlegum viðhorfum, sem nú eru orðin önnur við vaxandi erfiðleika út á við, sölutregðu, innilokunarstefnu, minnkandi tekjur einstaklinga, bæjarfélaga og ríkis, sem leiðir til þess, að viðhorfið síðan um stríð, sem hefir verið byggt á hækkandi tekjum ríkis og einstaklinga, verður að breytast. Það hafa verið gerð mörg lög, berklavarnalögin o. fl., sem eru með ótilteknum útgjöldum. En þetta er sú mesta hætta, sem vofir yfir fjárhag ríkisins, sú stefna, sem vaxin er upp í góðærinu og allir flokkar hafa stutt fram að þessu, að hafa þessi ótilteknu útgjöld. Ríkissjóður er að þessu leyti eins og maður, sem hafa verið opnaðar æðar á nokkrum stöðum líkamans, svo að blóðið streymir þar út; þannig er með berklalögin, strandvarnarlögin, mikinn hluta uppeldismálanna. Viðvíkjandi jarðrakt má nefna lögin um búfjárrækt, sem n. leggur til, að sett verði hámark á. Sama gildir um innflutning tilbúins áburðar, þar sem í fyrsta skipti er horfið að því ráði að setja hámark. Stj. vildi ekki í fyrra setja hámark á kostnaðinn við tilbúinn áburð, og margir þm. eru ef til vill óánægðir með þetta, en viðhorfið er þannig breytt, að menn finna nauðsyn þessa, og ég álit, að allt þingið sé að nálgast þá skoðun, ð í stað þess að hafa margar opnar æðar á þjóðarlíkamanum. þá verði að hafa hemil á því, að ekki streymi út meira blóð en þjóðin þolir, en þess hefir ekki verið gætt hingað til.

Ég get nefnt t. d., að það er enginn vafi, að framlagið til berklavarna ætti að vera ákveðin upphæð. Upphaflega var áætlaður kostnaður við berklavarnirnar 100 þús. kr., en nú er hann kominn á aðra millj. kr. Hvernig á ríkisstj. að geta haldið yfirlit um fjárhaginn, þegar svo er komið.

Við framsóknarmenn, sem höfum leitt okkur fyrir frv. um landnám og samvinnubyggðir, höfum tekið fram, að við álitum sjálfsagt, að það ætti að vera ákveðin upphæð, sem til þessa er varið. Það hefði mátt byggja frv. þannig, að ríkið hefði lagt fram ákveðið hluttall móti því, sem aðrir aðilar legðu fram. En þetta hefir ekki verið gert.

Ég geri ráð fyrir, að þessi litla byrjun fjvn., að það verði sem mest af útgjöldum ríkissjóðs lögbundið eða hámarksbundið, verði sú stefna, sem heldur áfram, því að lífið heimtar hana.

En fyrst ég minnist á þessa liði og hvernig mér finnst lífið vera að þvinga okkur inn á nýjan skoðunarhátt. þá tek ég landhelgisgæzluna, sem við í fjvn. höfum komið með till. um, sem ef til vill verður limlest í þinginu, en stendur ekki lengur en til næsta þings, að gengið verði inn á hana. Ég þarf ekki að eyða að því mörgum orðum, ef landhelgisgæzlan á að kosta það að hafa 3 skip og allmarga báta, þá getur það orðið upp undir millj. En ef aftur er hallazt að því skipulagi, sem hv. þm. Borgf. hefir nánar tiltekið í brtt. sinni í gær, að hafa 4 vopnaða báta og eitt varðskip, þá lítur út fyrir, að hægt sé að hafa eins góða gæzlu eins og nokkurn tíma hefir verið fyrir 400 þús. kr. Sú endurskipulagning eftir minnkandi getu þjóðarinnar hefir þann sparnað í för með sér, sem er munur á einni milljón og hinsvegar 400 þús. kr. Það er álitið af mönnum, sem hafa hagsmuni af að veiða í landhelgi, að munurinn við að hafa marga báta eða 2 varðskip sé svo mikill, að það muni þá svo miklu fjárhagslega, að þeir segja, að þeir geti ekki lagt í sama kostnað við útgerðin, og áður, ef það væri.

Ég vil víkja að því aftur, af því það er eitt af því, sem við í fjvn. vorum flestir samdóma um, mg það er endurskipulagning barnafræðslunnar. Í okkar sparnaðarfrv., sem ég bar fram í Ed. f. h. meiri hl., er gert ráð fyrir því sama og með landhelgisgæzluna, að endurskipulagningin spari mikla upphæð. Er gert ráð fyrir til muna færri kennurum, að fræðslan verði að nokkru leyti léttari. og auk þess gerðar minni þekkingarkröfur en áður hefir verið, og er byggt á því, að það koma á ári um eitt þúsund unglingar í héraðskóla á landinu, svo að mikill hluti barna fær líka þessa unglingafræðslu, svo að ekki er ástæða til að kenna þeim ýmislegt af því, sem þau læra síðar á heppilegri aldri.

Ég veit, að það vakir líka fyrir ríkisstj. n undirbúa skipulagsbreytingu á jarðræktarlögunum fyrir næsta þing. Það er svo, að 3000 jarðir á landinu hafa til samans ekki fengið styrk til móts við 100 jarðir. Af því sest, að full þörf er að taka þetta atriði til athugunar. Ég skal ekki segja, hvort það yrði til sparnaðar, en það yrði þó sú breyting, að litlu jarðirnar, sem hafa fengið of lítið hingað til, fá að njóta sín betur.

Ég vil ennfremur gera grein fyrir því hér, að eitt af því nýja, sem fjvn. hefir lagt til, er launaskráin. Ég tel það, hvað henni hefir verið vel tekið, vera sönnun fyrir því, að hún hafi þótt eðlileg bót. Ég vil segja það til hróss hv. andstæðingi mínum, sem ég er að svara hér, hv. 1. þm. Skagf., að hann beitti sér sérstaklega fyrir því, að hún yrði tekin fyrir. Með þeim hætti er ekki skoðanamunur í n. N. hefir unnið im afbrýðisemi um það, að þessi till. kæmi frá þessum þm., en önnur frá hinum. Og við getum viðurkennt, að launaskráin er komin frá honum.

Við höfum á síðasta fundi komið okkur saman um að skrifa stj. og farið fram á, að hún héldi áfram að samræma launalistann, því að hann er mjög á byrjunarstigi, eins og eins og eðlilegt er. Við skoðuðum okkur ekki vera að gera launalög. En við reyndum að koma með samræmingu launa og lækkanir. Við höfum hvergi hækkað laun, því við skoðum okkur ekki sem launanefnd, en við höfum stundum bent á tilfærslur, en allt af án þess að auka útgjöldin og þar sem laun eru lögákveðin, höfum við látið þau halda sér.

Nú er það hinsvegar þannig. og rétt að segja það, þó að ekki séu fleiri þm. hér til staðar, að eins og launaskráin ber með sér, höfum við ekki tekið til athugunar önnur laun en þau, sem eru hreyfanleg, ekki heldur hjá ríkisstofnunum, sem eru undir sérstökum lögum. Því höfum við ekki tekið fyrir laun við ýmsar nefndir, sem starfa eftir lögum, ekki heldur fisksölunefnd, sem er í raun og veru landsnefnd, því hún starfar fyrir tilverknað þings og banka. Við höfum ekki heldur tekið til meðferðar laun hjá síldarverksm., þar sem þau eru þó í talsverðu ósamræmi við það, sem gerist annarsstaðar. Við höfum þó tekið flestallar þær stofnanir, sem við náðum til, og látið launin koma fram í launaskránni, til þess að kjósendur og þingmenn sjálfir geti tekið þau til meðferðar seinna meir.

Ég skal játa, að hálaunaskattur stj. kemur inn í þetta starf okkar, ekki samt eins og ég hefði óskað, en þó þannig, að hann jafnar ýms laun og dregur úr hærri launum.

Í stuttu máli, við í fjvn. höfum skrifað ríkisstj. og förum fram á, að hún haldi áfram þessu verki og styðji næstu fjvn. til að fullkomna það. En það er í raun og veru stj., sem verður að gera þetta. því að það verður með skattabreytingum eða lagabreytingum að koma endurbótunum á.

Ég vil taka sem dæmi um það, hvað ósamræmið er mikið frá fornu fari, að húsameistari ríkisins, sem hefir byggt meiri hlutann af húsum bæjarins og gæti haft 50–60 þús. kr., hefir 6 þús. kr. laun hjá ríkinu, en aftur á móti hefir teiknimeistari bæjarins 9 þús. kr. Bókhaldari síldarbræðsluverksmiðjunnar hefir 8000 kr. laun, þ. e. hærra en biskupinn og aðrir embættismenn. Sá þáttur í launafyrirkomulaginu, sem mest er að, er, að fyrirtæki eins og Eimskipafélag Íslands og bankarnir greiða sínum forstjórum óhæfilega há laun. Eimskipafélagið leyfir sér að borga sínum forstjóra helmingi meira en landið borgar forstjóra sínum, forsætisráðherra.

Bankastjórarnir hafa um og yfir 20 þús. kr. laun, en ráðherrar og aðrir æðstu starfsmenn ríkisins aðeins 10 þús. kr. eða minna.

Þessir hlutir eru ein af erfðunum, sem við eftirlátum eftirmönnum okkar að bæta úr. Við í fjvn. höfum byrjað á því verki. En meðan svo er, að þetta ósamræmi helzt, þá verður aldrei friður í launamálunum, þá finnur þjóðin, að byggt er á óskiljanlegu ranglæti um launagreiðslurnar.

Ég vil ennfremur segja frá því, að við, sem eigum sæti í fjvn., höfum komið okkur saman um það, sem er kannske hálfgerð uppreisn móti forsetum Alþ., en það er það, að við höfum skrifað þeim bréf, þar sem við með hógværum orðum bendum þeim á, ef þeir verða áfram í þeim tignarsætum, sem þeir nú skipa, að þá sé æskilegt, að breytt sé að ýmsu leyti til frá því, sem verið hefir viðvíkjandi Alþ. Við höfum flestir í fjvn. hallazt að því að hætta að prenta þingtíðindin. en það er vafasamt, hvort nokkuð verður úr því nú. við litum svo á, að þar sem á Alþ. eru alltaf að hlaðast stærri og stærri störf, og það því farið að stunda miklu lengur en áður — en þetta er nú þriðja árið, sem þing stendur nærri allan veturinn —, og þar sem þm. eru að mestu hættir að leiðrétta ræður sínar, vegna þess að leiði þeirra er svo mikill yfir hinu allt of langa þinghaldi, að þá sé það næstum sjálfsagður hlutur að hætta að prenta þingtíðindin. En það er ekki aðeins þetta, að þingin eru orðin svona löng, heldur er alltaf að stækka starfsmannahópurinn við Alþ. og í vaxandi atvinnuleysingjahópi hafa menn hneigzt að því að gera Alþ. að nokkurskonar atvinnubótastofnun. Í bréfum til forseta bendum við á, hvort ekki muni vera hægt á næsta þingi að komast af með færri dyraverði, og hvort það sé ekki nóg, að einn skrifi þingræður í einu, og einnig bendum við á, hvort ástæða sé til þess, að ýmislegt annað starfsfólk sé eins margt og verið hefir undanfarið. Ennfremur förum við í bréfinu fram á það, að á næsta þingi sé hafður strangari vörður um frið þingsins, og sá mikli straumur af áheyrendum, sem gengið hefir um deildarsalina sé stöðvaður. Það er ekki með þessu verið að ásaka forseta eða þá menn, sem haft hafa gæzlustarf með höndum hér, heldur er þetta orðið svona af gömlum vana. Það er nú komið svo, að menn utan úr bæ ganga í gegnum Ed. eins og þeir vilja og eru jafnvel farnir að taka sér stöðu upp við veggina. Ég hygg, að Nd. hafi sloppið betur í þessum efnum, og það er líklega af því, að hún þykir meiri af þessum tveim d. En ég hefi aldrei séð, að þetta hafi gerzt í Nd. á þennan hátt. sem ég gat um áðan. Þetta er að vísu lítið atriði, en ég vona, að forsetar sjái, að þetta á ekki við, og að í byrjun næsta þings verði það lagt fyrir gæzlumennina að hindra þennan mannstraum. Við í fjvn. álítum, að í hinni friðsamlegu endurskipulagningu allra verðmæta, sem nú er verið að reyna að koma á, sé nauðsynlegt að taka þessi atriði, sem ég nefndi, til athugunar. Ennfremur vil ég benda á einn hlut, sem kemur okkur öllum við, en það er sú mikla ókyrrð, sem þingið hefir af hinni miklu símanotkun. Þegar beðið er um þm. í símann, þá er sjálfsagt hægt að viðhafa þá aðferð, að símavörðurinn skrifi nafn þess manns, sem hringir upp, og sendi svo miðann til þm., og getur hann þá seð, hvort hann þarf að tala við manninn eða ekki. Nú er þessu þannig háttað, að það er komið inn í þingsalinn og þm. heimtaðir í símann, svo að það lag er komið á, að símastofan er oft eins full og deildarsalir þingsins. Í þessum óskum, sem komið hafa fram frá fjvn. og eru studdar af mönnum úr öllum flokkum, er fólgin nokkur sparnaðarráðstöfun, en þær eru fullt svo mikið almenn umbótamál eða óskir um það, að vissir hlutir séu hafðir öðruvísi í starfshaldi þingsins en nú er, úr því á annað borð er farið að endurmeta margt af því, sem okkur kemur við.

Ég býst ekki við, að það sé ástæða til að tala um eitt atriði þinghaldsins, af því að það er búið að fella það áður, en það er, hvort eigi að hætta að rita og prenta þingræður. Frá mínu sjónarmiði eru tveir möguleikar fyrir því að hætta að skrifa og prenta ræðurnar nú, sem ekki voru fyrir hendi áður. Annað atriðið er það, að verulegur hluti af stjórnarandstæðingum er nú fylgjandi því, en það var ekki 1924, því að þá voru allir stjórnarandstæðingar á móti því. Ég verð að álita, að þó nokkuð margir af þeim séu með þessu, því að hver og einn einasti af stjórnarandstæðingum í fjvn. telur þetta ágætt mál. Ég hefði ekki viljað vera með þessu, ef andstöðuflokkur stj. væri á móti því, en sú ástæða er nú horfin. Það kom þó í ljós við atkvgr. í Sþ., að nokkuð margir af þeim eru á móti málinu. Þetta, sem ég nú hefi nefnt, er annað atriðið. En hitt atriðið er það, að þingtíðindin eru orðin svo stór, að fólk er almennt hætt að lesa þau. En það er gagnstætt því, sem áður var. Svo er það eitt atriði, sem hér kemur til greina, en ekki var til að dreifa 1924, en það er útvarpið. Og verð ég að segja, að það er mjög ákvarðandi atriði hvað mig snertir. Þegar ég í vor er leið var að halda leiðarþing í kjördæmi mínu, þá var það á Svalbarðsströndinni, að það kemur á fundinn gamall bóndi, sem var blindur. Þegar ég var búinn að segja helztu þingfréttir, þá stendur hann upp, þessi gamli, blindi maður, og kemur inn á fjöldamörg mál, sem ég hafði ekki minnzt á, og spurði mig að því, hvort það hefði ekki verið svona og svona, og hvort þessi eða hinn hefði ekki greitt atkv. eins og hann tiltók. Ég var að reyna að dylja fáfræði mína, því að ég mundi ekki helminginn af þeim atkvgr., sem blindi maðurinn norður á Svalbarðsströnd mundi gegnum útvarpið. Útvarpið er búið að breyta þessu svo eftirminnilega, að fólkið úti um allt land, og það óendanlega fleira fólk en það, sem las þingtíðindin, fær að vita á hverjum degi um niðurstöður mála gegnum útvarpið, ef það hefir áhuga á því að vita um slíkt. Nú fá menn þannig daglega að vita um það, sem menn 1845 gátu ekki veitt sér nema gegnum hið prentaða orð. Nú berast fréttir af þinginu daglega til fólksins gegnum loftið. Ég þykist því geta fullyrt, að það fari svo innan skamms, að það verði fleiri en ég, sem sjá, að við þessar breyttu kringumstaður er full ástæða til þess að athuga, hvort þessar ágætu ræður, sem við flytjum hér, eru svo dýrmætar, að nauðsynlegt sé að gefa þær út.

Ég held, að ég hafi í því, sem ég nú hefi sagt, komið inn á flest þau atriði, sem ég hefi viljað taka sérstaklega fram.

Hv. þm. V.-Sk. sveigði að því í ræðu sinni, að það myndi ekki hafa verið nægilega sterk löngun hjá fjvn. til þess að gera rétt upp á milli héraða um skiptingu vegafjárins. Ég held, að dómur tímans muni verða sá, að þing og stj. hafi aldrei nálgazt fullkomnun í þessu efni eins mikið og nú. Það var reynt í fjvn. að gera þessa jöfnun milli héraða eftir fullkomnu skipulagi. Það er lagt til, að kjördæmi hv. þm. V.-Sk. fái 8 þús. kr., en það er satt, að það er ekki í bezta flokki, því að sum héruð hafa dálítið meira, allt upp í 15–16 þús. Ég veit, að hv. þm. V.-Sk., hv. þm. Mýr., hv. þm. V.-Húnv. og hv. þm. A.-Húnv. er það kunnugt, að í þeim 4 sýslum, sem þeir eru fulltrúar fyrir, hefir verið lagt óhemjumikið fé í vegi undanfarin ár. Þessir menn ættu því að geta sætt sig við það, að Húnavatnssýslur og Mýrasýsla eru hinar lægstu í skiptingu vegafjárins, en svo kemur Vestur-Skaftafelissýsla, síðan Rangárvallasýsla og Norður-Þingeyjarsýsla með 10 þús. kr. hvor. Svo eru nokkrar sýslur, sem við töldum, að hefði minna verið sinnt áður, nokkuð hærri. Ég veit, að þegar hv. þm. V.-Sk. athugar, hvað mikið hefir verið lagt í vegi og brýr í hans kjördæmi undanfarið, og ber það saman t. d. við Barðastrandarsýslu, þá er ég sannfærður um. að þegar gert er ráð fyrir hinum óhjákvæmilega ófullkomleika, sem loðir við öll mannanna verk, að það verða tiltölulega fá % til staðar hjá fjvn. við úthlutun vegafjárins. Ég hallast í þessu efni að þeirri skoðun, sem fram kom hjá hv. þm. Dal., en hann sagði í fyrra í fjvn., að hann liti svo á, að ef ekki varu einhverjar opinberar framkvæmdir í hverri sýslu, þá vantaði menn möguleika til þess að fá skotsilfur upp í nauðsynleg gjöld. Á þessari skoðun höfum við í fjvn. byggt aðaltill. fyrir 2. umr., og reynt að hafa vissa jöfnun milli héraða til þess að veita þar atvinnu, sem mætti kannske kallast atvinnubótavinna. En það er ekki hægt að hafa fullkominn jöfnuð milli sýslnanna, því að sumar sýslur eru nú fyrst að fá vegalagningu, eins og t. d. Múlasýslur, Strandasýsla og Barðastrandarsýsla og því er ekkert vit í að stefna að því að hafa engan mun á upphæð þeirri, sem veitt er til hverrar sýslu. Stj. veitir núna 650 þús. kr. í vegaviðhald, og skipting á því fé fer aðallega eftir því, hvar vegamálastjóri álítur, að sé mest þörf fyrir það. Ég get glatt hv. þm. V.-Sk. með því, að til Mýraýslu eru aðeins veittar 6 þús. kr. í vegi, en þar er líka búið að leggja tvo höfuðþjóðvegi gegnum sýsluna, og þar voru eitt árið veittar 70 þús. kr. kr. til þess að leggja þjóðveg um sýsluna. Ég man ekki glöggt, hvað Vestur-Skaftafellssýsla hefir fengið undanfarið, en um árin býst ég við, að upphæðin hafi numið um 40 þús. kr. En það sem kemur til greina við úthlutun vegafjárins, er það, hvar mest er búið að gera af vegum og hvar minnst er búið að gera af þeim. Þess vegna mega hv. þm. ekki vera hissa á því, þó að Múlasýslur og Vestfirðir fái hærri upphæðir til vegalagningar heldur en þær sýslur. sem búnar eru að fá vegina. Tökum t. d. Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem er búin að fá eitthvert bezta vegakerfið. En n. áleit rétt, að veittar væru 10 þús. kr. í Kjósarveginn, ekki af því að sýslan hefði ekki gott vegakerfi, heldur til þess, að hún hefði líka sína atvinnubótavinnu í vegalagningu.

Ég vil ennfremur að lokum minnast á eitt verk sem fjvn. sú, sem nú hefir starfað í tvö þing og verið skipuð sömu mönnum hefir nú byrjað á, en það verk hefir mætt nokkurri gagnrýni en það er, að fjvn. hefir farið inn á þá braut að binda fjárframlög til vissra fyrirtækja við fleiri ár. Ég vil þar fyrst og fremst nefna höfnina á Sauðárkróki og raunar líka hafnarvirkið í Vestmannaeyjum. Ef góðæri er í landinu, þá þarf ekki að hafa þetta fyrirkomulag, því þá er hægt að ákveða í fjárl. ábyrgðarheimild fyrir höfnina, og síðan er tekið lán erlendis. En það sást, þegar Jón Þorláksson var að taka rafmagnslánið í Svíþjóð, að þeir, sem réðu þar þessum málum, vógu það nákvæmlega, hvort við hefðum möguleika til þess að borga í erlendri mynt afborganir af láninu, þess vegna hreyfðu þeir því, hvort við vildum ekki gefa vörutrygingu fyrir láninu. En þeim. sem að láninu stóðu, tókst að komast hjá þessu. Á þessu sást, hver áhrif heimskreppan hafði haft. Sú stefna ríkisstj., að reyna að komast hjá erlendum lánum, hlaut að leiða af sér stöðvun á mörgum stærri atvinnufyrirtækjum, ef ekki væru sérstök úrræði fundin. Þegar svo er komið, þá hygg ég, að það sé rétt að vissu leyti að færa fjármálatillitið í það horf, sem það var í milli 1880 og 1890, þegar menn urðu að velta fyrir sér hlutunum.

Í fyrra var það ákveðið af þinginu að veita 25 þús. kr. í höfnina á Sauðárkróki, og var þá ágætt samkomulag um það í fjvn. Það var ljóst þegar í vetur, að það var hætta á því, að ekki yrði byrjað á verkinu sjálfu, en það hefir verið lagður vegur við höfnina. En þegar mér þótti sýnt, að svo gæti farið, að verkið yrði að bíða. Þá kom ég í fjvn. með uppkast að till., sem gekk út á það, að skora á ríkisstj., að ef ekki yrði byrjað á verkinu í sumar, þá væru þessar 25 þús. lagðar til hliðar og notaðar síðar til þess að styðja verkið. En svo kom hv. 1. þm. Skagf. og breytti ofurlítið orðalaginu á till., og svo var hún samþ. svo breytt. En það, sem réð minni aðgerð í þessu máli, var það, að ég álít, að svo geti farið, að kreppan standi lengi, og því sé, þetta rétta aðferðin, ef það á að vera hægt að gera höfnina á Sauðárkróki, sem er svo aðkallandi fyrir héraðið. Ég get líka né nefnt 70 þús. kr., sem á nú að leggja í veginn austur yfir fjall. Með þessum tveimur fjárframlögum vinnst það, að tvö verst Settu héruðin fá þarna hjálp til þess að atvinnulífið þar geti í framtíðinni staðið á traustum fótum. Þar sem samkomulag er um það, að taka sem minnst erlend lán, þá er ekki annað að gera en fara þessa leið, sem farin hefir verið að því er höfnina á Sauðárkróki og veginn austur snertir. Þannig að binda fjárframlagið við mörg ár. Að því er Sauðárkrók snertir, þá hefir fjárveiting til hafnarinnar þar verið bundin við víst framlag á ári í 10 ár. Fjvn. byrjaði á þessu með því að leggja til, að fyrsta fjárveitingin væri lögð til hliðar og stuðla með því að því, að þessi 10 ára samningur geti orðið.