21.12.1935
Neðri deild: 105. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (3254)

172. mál, Ferðaskrifstofa ríkisins

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég skal í tilefni af þeim brtt., sem allshn. hefir hér flutt, og þeirri fyrirspurn, sem beint var til mín áðan taka það fram, að ég mun veita þeim erlendum ferðaskrifstofum, sem hér hafa haft umboðsmenn, leyfi til þess að hafa umboðsmenn hér áfram næstu 5 ár, enda fylgi þessir umboðsmenn þeim reglum, sem settar verða samkv. þessum lögum og séu að öðru leyti óaðfinnanlegir menn.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að taka fleira fram í sambandi við þessar brtt. Ég get á þær fallizt og læt þetta því nægja.