30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2289 í B-deild Alþingistíðinda. (3278)

154. mál, verslun með kartöflur og aðra garðávexti

Þorsteinn Briem [óyfirl.]:

Ég hefi að nokkru gert grein fyrir afstöðu minni til þessa frv. í sambandi við annað mát, sem var hér á döfinni fyrir nokkru. Lýsti ég því þá, að ég fagnaði framkomu þessa frv., sérstaklega þar sem frv. það, sem ég flutti og fól í sér styrk til jarðræktar, náði ekki fram að ganga. Og ég vona, að það komi ekki mjög verulega að sökum, að hér er farin nokkuð önnur leið til þess að verðlauna eða styrkja menn til kartöfluræktunar heldur en ætlazt var til í mínu frv. En sérstaklega verð ég að láta í ljós ánægju mína yfir einu ákvæði frv., þar sem segir í 10. gr., að þess skuli gætt, að framleiðendum sé tryggt hæfilegt framleiðsluverð fyrir vörur sínar, og því þakklátari sem þetta hefir ekki fengið viðurkenningu valdhafanna hingað til. — Skal ég þá víkja að einstökum brtt., sem fram hafa komið við þetta frv.

Um brtt. á þskj. 602, frv hv. 4. landsk., skal ég taka það fram, að ég get ekki veitt henni atkv. mitt. Ég hygg meira að segja, að það yrði mjög miklum erfiðleikum bundið fyrir grænmetisverzlun ríkisins að hafa þessa verzlun með höndum fyrir allt landið, ef ekki væru þær undanþágur, sem eru í frv., sem hér liggur fyrir. Og grænmetisverzlunin þyrfti þá, ef þessi till. yrði samþ., að hafa mörg og smá útibú, sem yrði tiltölulega kostnaðarsamt á móts við umsetninguna; annars gæti komið til þess, að framleiðendur yrðu að senda framleiðsluvöru sína alllanga leið til þess að fá markað, og svo kaupmennirnir að senda hana eitthvað til baka til þess að selja hana, og gæti margvíslegur óþarfa kostnaður af því leitt.

Hv. þm. Dal. hefir flutt brtt. á þskj. 599, sem hljóðar á þá lund, að verðlaun skuli veita fyrir framleiðsluaukningu, sem nemur 3 tunnum, og skil ég, hvað bak við till. liggur, sem sé það, að styðja smærri framleiðendur og tryggja það, að þeir verði ekki settir hjá. Í sjálfu sér get ég ekki verið mótfallinn þeirri till., en samræmisins vegna tel ég þó rétt að styðja fremur þá till. á þskj. 645, þar sem gert er ráð fyrir, að verðlaun skuli veitt fyrir 5 tunnur. Miða ég við það, að þá er nokkurn veginn samræmi milli þeirrar tunnutölu og þess, sem ákveðið er í núgildandi ræktunarlögum. Þar er gert ráð fyrir því, að veittur sé styrkur til matjurtagarða, sem nema um 200 m2, og ætla ég, að það megi teljast mjög góðuppskera, ef 5 tunnur fast af því svæði. Tel ég þó rétt að fylgja þeirri tölu, með því að það er þá í nokkurn veginn samræmi við gildandi ákvæði í jarðræktarlögunum. Aftur á móti get ég ekki fallizt á brtt. fjvn. 2. a., þar sem sagt er, að engin verðlaun skuli veita fyrir aðrar kartöflur heldur en þær, sem framleiðandi selur til neyzlu eða útsæðis. Í jarðræktarlögunum er enginn greinarmunur gerður á þessu; menn eiga að fá styrk fyrir sína jarðrækt, hvort sem þeir neyta hennar sjálfir eða selja hana, og sé ég enga ástæðu til að breyta til með principið, þegar um þessi verðlaun er að ræða. Auk þess mundi þetta verka sem einskonar skattur á mikla fjölskyldumenn, því eðlilega þurfa þeir að nota meira af þessari vöru heldur en þeir, sem eru ómagalausir og hafa fátt heimilisfólk. Ég tel því, að ef þessi brtt. verður samþ., þá komi hún ómaklega niður á fjölskyldumenn, en þá vildi ég örva ekki sízt til aukinnar garðræktar, með því að garðávextir eru holl fæða, sérstaklega fyrir börn. Auk þess tel ég, að það eigi að örva menn til þess að nota kartöflur sem mest heima fyrir, m. a. í staðinn fyrir korn til brauðgerðar að meira eða minna leyti. En þessi till., ef að l. verður. stefnir í þveröfuga átt. Það er einkanlega þetta tvennt, sem veldur því, að ég get ekki verið fylgjandi þessari brtt. fjvn. Hv. flm. geta e. t. v. sagt, að það sé erfitt að hafa gætur á því, hversu mikið hver einstakur notar til síns heimilis, og að það kunni kannske ekki að vera að marka framtöl manna í því efni. En þegar l. byggjast einmitt á því, að framtöl manna hingað til hafi verið hárrett, þá sé ég ekki ástæðu til þess að gera ráð fyrir öðru en að framtöl manna hér eftir verði a. m. k. jafnrétt. Auk þess eru eðlilega, ef menn vilja hafa sig til þess, ýmsar leiðir til þess að fara í kringum þetta. Menn gætu t. d. selt sína framleiðslu, sem þeir ella mundu nota til heimilisþarfa, og keypt svo aftur kartöflur af öðrum. Þannig gæti gengið óendanleg svikamilla, ef menn á annað borð væru þannig gerðir. En ég sé ekki ástæðu til þess að væna menn um það, að þeir telji rangt fram þær kartöflur, sem þeir nota til heimilisins, fremur en menn hafa gert hingað til.

Um fyrri brtt. hv. fjvn. hefi ég hinsvegar það að segja, bæði hvað a- og b-liðinn snertir, að ég get verið henni fyllilega samþykkur og mun greiða henni atkv. mitt.