30.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2310 í B-deild Alþingistíðinda. (3302)

154. mál, verslun með kartöflur og aðra garðávexti

Frsm. meiri hl. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég vil aðeins víkja dálítið að brtt. þeim, sem fram hafa komið, og dagskrá hv. þm. Ak.

Það, sem espar hv. þm. Ak. fyrst og fremst gegn frv., er einkasölugrýlan. En nú stendur einmitt svo á hér, að hér er að mjög litlu leyti uni einkasölu að ræða. Einkasalan er aðeins bundin við erlenda garðávexti, en takmarkið er það, að þjóðin þurfi með tímanum engar kartöflur að flytja inn og sem minnst af erlendum ávöxtum. Því er ólíklegt, að þessi stofnun standi nema nokkur ár. Þegar útlendu kartöflurnar eru úr sögunni, verður öll sala frjáls. Einkasölugrýlan er því einskisvirði, því að verzlun með innlenda garðávexti á að vera algerlega frjáls, nema brtt. hv. þm. Hafnf. verði samþ., en þeirri till. er ég andvígur, og n. leggur á móti henni. — Hv. þm. Ak. álítur, að þessi löggjöf verði til þess að hækka verðið á kartöflum. En nú er einmitt svo um hnútana búið í gildandi lögum frá síðasta þingi, að framleiðendur ráða verðlaginu ekki einir, svo að þessi hætta er ekki til, jafnvel þótt einkasalan væri jafnskaðleg og hann vill vera láta. — Þá vík ég að brtt. hv. þm. Hafnf. Ég held, að það verði engum til hagsbóta, að sú brtt. verði samþ. Það myndi án efa spilla fyrir sölu á kartöflum, ef enginn mætti kaupa þær nema ríkið, og auk þess yrðu slík allsherjarinnkaup ríkinu afardýr. Það þyrfti að hafa umboðsmenn um allt land og fjölmargar góðar og dýrar geymslur. Engri vöru fylgir jafnmikil áhætta um geymslu og verzlun og einmitt kartöflum. Því fylgir því alltaf mikil áhætta og fyrirhöfn að selja allt á eina hönd. Ég legg því á móti þessari till., og mun ekki geta fylgt frv., ef hún verður samþ.

Þá kem ég að, brtt. hv. þm. Borgf. Hann vill að framleiðendur einir ráði verbinn. Ég fyrir mitt leyti er ekki hræddur um, að stjórn Búnaðarfélags Íslands myndi misbeita slíku valdi, þó að því vari fengið það í hendur.

En ég veit það fyrir víst, að þeir, sem telja sig sérstaklega fulltrúa neytendanna hér á þingi, eru hræddir við að gefa framleiðendum aðstöðu til þess að ráða einir vöruverðinu. Þeir vilja, að fulltrúar neytendanna hafi sitt um þetta að segja og kynni sér meðferð þessara mála. Ég er þess vegna mjög hræddur um, að ef þessi brtt. er samþ., þá muni þeir þm., sem sérstaklega telja sig fulltrúa neytendanna, leggjast á móti frv. í heild, þó þeir annars gætu verið með því. Ég vil því ekki mæla með samþykki þessarar till. — Þá er önnur brtt. á sama þskj. frá hv. þm. Borgf. um það, hvernig skuli orða fyrri málslið 1. málsgr. 10. gr. Eftir því, sem ég lít 5, þá er þetta einungis orðalagsbreyting, og ég get verið sammála hv. þm. um það, að eins vel fari á því að orða málsl. eins og hann leggur til, og mun ég samþ. þessa brtt. — Í brtt. við 3. málsgr. 10., um verðskráningu, er tekið upp að nokkru leyti það sama og stendur í frv., sem sé að þess skuli gætt, að framleiðendum sé tryggt hæfilegt framleiðsluverð. En í frv. stendur, að verðskráning garðávaxta skuli aðallega miða við markaðsverð garðávaxta í nálægum löndum, að viðbættum flutningskostnaði til landsins, og ég get ekki séð, að það skemmi neitt þetta ákvæði, þó aðalreglan sé þessi, þar sem sá varnagli er sleginn í enda gr., að þess skuli þó jafnframt gætt, að framleiðendur fái hæfilegt framleiðsluverð. Svo þó að ég gæti ósköp vel samþ. þessa brtt., þá sé ég ekki, að hún sé þörf, og mun því greiða atkv. á móti henni, en legg til, að þetta standi, eins og það er í frv. — Þá er síðasta brtt. hv. þm., um það að færa lágmarkið til verðlaunaveitinga úr 5 tunnum niður í 3 tunnur. Ég sé ekkert á móti þessu og mun fylgja brtt., því eins og ég sagði áðan, þá legg ég ekkert sérstakt upp úr þessu verðlaunaákvæði. Það, sem mestu veldur um að auka framleiðsluna, er það, að framleiðendum sé tryggt hæfilegt verð og nokkurn veginn örugg sala. Og þetta er verið að tryggja einmitt í þessu frv. En ég vil samt ekki neita því, að þetta verðlaunaákvæði kunni að hafa einhver áhrif fyrst í stað, og ég sé ekki, að það breyti neinu, þó lágmarkið sé fært niður.

Við hv. þm. Hafnf. vil ég segja það, að ákvæðið um einkasöluna er sett inn til þess að fá ágóða af þessari verzlun, meðan hún starfar, og sem kannske ekki verður nema 2—3 ár, til þess að byggja geymslu- og markaðsskála. Ég hefi ekki í fljótu bragði getað komið auga í líklegri möguleika til þess að afla þess fjár heldur en í þann hátt, og ég held, að ef hv. þm. skoðar þetta atriði ofan í kjölinn, þá geti hann fallizt á, að það sé tilvinnandi að hafa þessa einkasölu í 2—3 ár, ef hægt er að koma þessu upp fyrir hana.