20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2327 í B-deild Alþingistíðinda. (3332)

199. mál, Kreppulánasjóður

Emil Jónsson:

Hv. allshn. hefir lagt til, að brtt. min á þskj. 878 verði samþ., og er ég henni þakklátur fyrir. Efni þessarar brtt. er, að Skuldabréf, sem bæjar- eða sveitarfélög kunna að fá sem greiðslu frá öðrum sveitar- og bæjarfélögum, verði þeim jafngildur gjaldeyrir og bréf þau, sem bæjar- og sveitarfélog hefðu fengið, ef þau hefðu tekið þau að láni.