21.12.1935
Sameinað þing: 35. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í B-deild Alþingistíðinda. (334)

1. mál, fjárlög 1936

Pétur Ottesen:

Ég vil leyfa mér að benda á. hvort ekki sé viðeigandi, þegar fjárl. eru rædd hér á Alþingi, að frsm. fjvn., sem þm. þurfa að beina máli sínu til, séu viðstaddir. Mér virðist það vera sú lágmarkskrafa, sem gera verður í þessu efni. Ég vil því skjóta þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta, hvort honum þyki það sóma þingsins samboðið að láta þm. tala yfir tómum stólum og að frsm. séu ekki einu sinni viðstaddir, að ég ekki tali um hæstv. stjórn.