14.11.1935
Neðri deild: 73. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2328 í B-deild Alþingistíðinda. (3345)

173. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Frv. Þetta á þskj. 511 er flutt af samgmn. eftir tilmælum hæstv. atvmrh. Annars er frv. samið af póst- og símamálastjóra, sem samkv. l. um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum hefir umsjón þessara mála. Póst- og símamálastjóri kom til viðtals við n. um þetta mál og gerði grein fyrir því, af hvaða ástæðum hann teldi nauðsynlegt að gera breyt. á þeim l., sem hér er um að ræða. Það eru aðallega 3 atriði og þó sérstaklega 2. sem þetta frv. gerir ráð fyrir að breyta frá því í fyrra.

Það er í fyrsta lagi gert ráð fyrir því í frv., að sérleyfi þurfi til þess að hafa með höndum fólksflutninga með bifreiðum, er rúma 6 farþega eða færri, ef þær halda uppi áætlunarferðum. Samkv. núgildandi l. þarf þetta sérleyfi aðeins fyrir stærri bifreiðir. En póst- og símamálastjóri telur, að reynslan hafi sýnt, að óhjákvæmilegt sé að taka smærri bifreiðar með, ef þær halda uppi föstum ferðum, því annars komi fram af þeirra hálfu óeðlileg samkeppni við sérleyfishafa. — Annað atriðið er það, að eins og hv. þm. kannske muna, þá er í l. ákvæði um það, að bifreiðar sem aðallega flytja framleiðsluvörur bænda, enda þótt þeir hafi einnig sæti fyrir farþega, séu undanþegnar skyldu til serleyfis. Það er talið hafa borið á því þennan tíma, sem l. hafa verið í gildi, að þetta ákvæði hafi verið misnotað, þannig að menn hafa haft bifreiðar í förum á áætlunarleiðin, sem aðallega hafa verið fólksflutningsbireiðar með aðeins lítið rúm fyrir vöruflutninga. Það var náttúrlega ekki ætlunin með þessu ákvæði í l. frá í fyrra, að hægt væri að misnota þetta þannig, heldur var aðeins átt við þær bifreiðar, sem fyrst og fremst flyttu framleiðsluvörur bænda. Þess vegna er hér lagt til í þessu frv., að slíkar bifreiðar geti því aðeins fengið undanþágu frá sérleyfisskyldu, að þær rúmi ekki fleiri en 8 farþega. — Þriðja atriðið er það, að frv. leggur til, að heimilt verði að undanskilja sérleyfi fólksflutningsferðir endrum og sinnum á héraðsmót, fjölsóttar skemmtanir, hópsferðir o. þ. l. Það hefir aldrei verið til þess ætlazt, að l. næðu til slíkra ferða, enda hafa þau ekki verið framkvæmd þannig, því atvmrn. hefir gefið út sérstaka auglýsingu, þar sem slíkar ferðir eru undanþegnar sérleyfisskyldu. En þar sem það er talið vafasamt, að þetta hafi beinlínis staðið í l., þá er lagt til í frv. að það verði tekið upp í l. svo greinilega, að ótvírætt sé.

Ég vil svo leyfa mér að vænta þess, að d. sjái sér fært að samþ. þetta frv., sem er, eins og ég hefi tekið fram, samið af póst- og símamálastjóra og byggist á þeirri reynslu, sem þegar er fengin á l.

Að svo mæltu legg ég til, að frv. verði vísað til 2. umr. Ég tel ekki þörf á að vísa því til n., þar sem það er komið frá n.