19.12.1935
Efri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (3356)

173. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Hv. frsm. meiri hl. segir, að allir aðrir bílar séu útilokaðir á þeim leiðum, þar sem sérleyfi eru veitt. Þetta er ekki rétt. (SÁÓ: Ég átti við bíla, sem taka yfir 6 menn) Já það er rétt, en það er gefið, að smærri bílarnir eru í þessum undanskildu vegum fullfærir til þess að fullnægja þörfinni, en hitt vita allir, að smærri bílarnir hafa heimild til þess að aka á sérleyfisvegunum. Ég er sammála hv. frsm. um það, að ekki sé rétt að veita sérleyfi á vegunum frá Reykjavík að Gullfoss, að Geysi og út á Reykjanes. Fólkstraumurinn að þessum stöðum er svo ójafn, að ekkert félag mundi geta lagt til barn bílakost, sem þyrfti, þegar fólkstraumurinn er mestur þangað. Hinsvegar sé ég ekki ástæðu til, að öðrum en áætlunarbílunum sé veitt leyfi til þess að aka að Þingvöllum á sunnudögum. Ég hefi oft farið til Þingvalla á sunnudögum, þegar mikill mannfjöldi hefir farið þangað, og hefi ég ekki orðið var við annað en að nógur bílakostur væri hjá sérleyfishöfunum, og veit ég, að þeim muni þykja það dálítið hart að gefa umferðina öllum frjálsa á sunnudogum og rýra með því atvinnu sína. — viðvíkjandi hinni brtt. veit ég það, með vissu, að sérleyfishafar eru henni mótfallnir. Það vita allir, að þessi nefnd hefir ekki nema tillögurett, því póstmálastjórnin hefir öll yfirráð þessara mála. Ég sé ekki, að það nái nokkurri átt að taka fulltrúa frá Alþýðusambandi Íslands inn í þessa n. Ég veit, að sérleyfishafar bæði norðanlands og sunnan eru á móti því, enda er það bara hjákátlegt. Ég býst við, að leyfishafar hafi ekkert á móti því, þó að bílstjórafélagið Hreyfill eigi fulltrúa í n., en sérleyfishafar eiga þá að hafa 3 fulltrúa og atvmrh. á að skipa einn. — Ég veit ekki, hvort þessar brtt. koma undir atkv. nú þegar. Ég bjóst við, að þær yrðu kannske geymdar til 3. umr., en eigi þær að koma nú, þá best ég við að ræða þær nánar, en ég geri það ekki fyrr en ég hefi fengið svör frá fylgismönnum þeirra, og mun þá líklega flytja brtt. við frv. við 3. umr.