19.12.1935
Efri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2333 í B-deild Alþingistíðinda. (3360)

173. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Jón Auðunn Jónsson:

Út af skipun n. vil ég segja það, að brtt. gerir þar ráð fyrir gerbreytingu frá því, sem áður var, þar sem sérleyfishafar skipuðu n. í fyrra alveg með 3 mönnum, en nú eiga þeir að eiga þar 2 fulltrúa, sem verða í algerðum minni hluta. Mér finnst þetta dálítið kyndugt, því gera má ráð fyrir, að sérleyfishafar hafi allra aðlia mesta hvöt til þess að reyna að láta ferðirnar verða sem hagstæðastar. Ég veit að allir þeir menn, sem nú hafa sérleyfin, eru ákaflega mikið á móti því, að n. verði þannig skipuð.