19.12.1935
Efri deild: 99. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2333 í B-deild Alþingistíðinda. (3361)

173. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Bernharð Stefánsson:

Mér skildist á hæstv. atvmrh., að hann óska eftir, að brtt. á þskj. 899 yrði samþ. við þessa umr., en hann tjáði sig fúsan til samninga um breyt. á þessum sömu atriðum fyrir 3. umr. Mér finnst það væri réttara, að þessar till. kæmu ekki til atkv. nú og yrðu teknar attur til 3. umr. Mér virtist heppilegra, að samningar um þessar breytingar færu fram fyrirfram heldur en eftir á. Ég vildi því gjarnan fara fram á það við meiri hh samgmn., að hann tæki þessar till. aftur til 3. umr. Ef meiri hl. n. vill ekki fallast á það, mun ég að vísu ekki hindra, að till. fái samþykki við þessa umr., en lýsi jafnframt yfir því, hvað mitt atkv. snertir, að fylgi mitt við málið áfram geti verið bundið því skilyrði, hvort þessir samningar takast eða ekki og hvernig þeir takast. En ég held, að hitt væri miklu réttara, að athuga þetta betur til 3. umr — En úr því að ég stóð upp á annað borð, þá vil ég nota tækifærið, út af síðari málsgr. 1. gr. frv., þar sem svo er ákveðið, af ráðh. geti undanþegið frá sérleyfisskyldu vissa bíla, sem flytja að staðaldri framleiðsluvörur bænda, en rúma auk þess allt að 8 farþega. Nú vildi ég spyrja hæstv. atvmrh. að því, hvort það væri ekki ætlun hans yfirleitt að undanþiggja þessa bíla og hvort nokkur fyrirstaða myndi á því t. d., að þeir bílar, sem flytja daglega mjólk til mjólkursamlaganna og rúma þessa tölu farþega, fái undanþágu.