19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í C-deild Alþingistíðinda. (3403)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Frsm. meiri hl. (Sigurður Einarsson):

Ég vil aðeins vekja athygli hv. dm. á því, að allt, sem ég hefi sagt af viðskiptum okkar hv. 5. þm. Reykv. snertandi þetta mál, stendur heima og hefir verið viðurkennt af honum. Við ræddum málið í síma nógu ýtarlega til þess að komast að raun um, að n. var klofin um það. Ég vil svo endurtaka þá ósk mína, að frv. fái að koma til atkv. sem fyrst, því að ég sé enga ástæðu til þess að fara að tyggja hér upp f. h. meiri hl. menntmn. allt það, sem tekið er fram í grg. frv.